Æðislegar hárvörur

27 Nov 2016

KEVIN MURPHY HÁRVÖRUR

Færslan er unnin í samstarfi við Kevin Murphy. 

Ég fékk á dögunum þessar góðu hárvörur til að athuga hvort mér líkaði. Þegar ég er að leita mér að hárvöru langar mig að kæla litinn í hárinu & svo er ég ekki á móti því að fá smá lyftingu & þykkingaráhrif. 

 

 

En ég hef prófað nokkur fjólublá sjampó & mér finnst þau eiga það til að þurrka aðeins á mér hárið. En þetta sjampó sem að heitir Blond.Angel wash gerir það ekki. Angel Wash sjampóið & næringin viðheldur kalda tóninum í hárinum sem að ég er svo hrifin af svo skemmir það ekki þegar það kemur glans í leiðinni. 

 

Mér finnst líka svo flott hvernig pakkningarnar eru. Það fer svo lítið fyrir þeim, en þetta er allt úthugsað þetta er til þess að þetta taki minna pláss við sendinguna & er því umhverfisvænna. En Kevin Murphy fyrirtækið er ekki rekið með hagnaði í huga þau eru að gefa mikið af þeim gróða sem þau fá til góðgerðamála í þágu fólks & umhverfismála sem að mér finnst líka svo yndislegt. 

 

 

Þegar ég hef þvegið á mér hárið þá set ég Full Again í rakt hárið. Það gefur hárinu mjúka fyllingu við blásturinn. Þegar því er lokið þá er loka fínisering að setja Doo over þurrsjampóið í en það inniheldur bæði þurrsjampó & hald.  

 

 

Ég get allavega mælt heilshugar með þessum frábæru vörum & þær eru einnig tilvalin jólapakki! Ég er líka þannig að mig langar alltaf að lengja á milli þess að þurfa að fara í litunn & þetta sjampó á það til að viðhalda litnum & skolinu sem að ég er með lengur. 

 

 

 

#hárvörur #kevinmurphy #þurrsjampó #sjampó