HEIMA HJÁ MÉR - FYRIR / EFTIR

28 Nov 2016

Ég breytti nýverið stofunni heima hjá mér og langar til þess að deila því með ykkur.
Þetta voru nú engar meiriháttar breytingar en við ákváðum að skipta sófaborðinu út fyrir minna. Gamla borðið var einfaldlega allt of stórt og massíft og hefur okkur langað til að skipta því út frá því að við fluttum inn fyrir 3 árum. Loksins fann ég borð sem ég gat hugsað mér að hafa inni á heimilinu en ég er mjög hrifin af þessu trendi að hafa tvö lítil borð saman. 

Eikin og glerið finnst mér koma mjög smekklega út og passar mun betur heima hjá okkur en hvít plata sem hefur verið mjög vilsælt trend á árinu. 
Borðin eru úr Rúmfatalagernum en ég ákvað að nýta mér afsáttinn sem var um helgina og fékk þau saman á rúmar 10.000 kr. (Sjá hér)

Færslan er ekki kostuð. Höfundur keypti vöruna sjálf.
 

Svona var þetta þangað til í gær....


Eins og sést á myndinni er Roskó mjög ánægður með þessa breytingu enda mikið rýmra og smekklegra. 

Ég hef ekki verið neitt svakalega dugleg að sýna frá heimilinu hér á blogginu en hér eru nokkrar færslur sem ég hef sett inn tengdar heimilinu mínu.

Uppáhalds heima

Details @ home

Nýtt á heimilið

__________________________________________

 

Þið getið fylgst með mér á snapchat, þar sýni ég ýmislegt úr mínu persónulega lífi en það er kolavig.