BABYSHOWER

29 Nov 2016

Í mínum vinkonuhóp hefur ekki tíðkast að vera með barnasturtur eins og hefur verið svo vinsælt, hópurinn byrjaði í barneignum áður en það kom í tísku. Ég var því heldur betur hissa þegar ég kom í kaffi til Söru Daggar um helgina og hún var búin að græja smá kaffi og kósý fyrir mig sem innihélt bestu gjöfina, tveggja tíma nudd og andlitsbað. Gæti ekki verið betra.


Þetta var allt svo fallegt og krúttlegt hjá henni að ég varð að deila smá myndum með ykkur.


Við áttum notalega stund saman þó svo að allar vinkonurnar hefðu ekki komist. Ég var svo ánægð með þær.


Núna bíð ég bara spennt eftir drengnum sem vonandi lætur sjá sig í vikunni.