EDDA X MOSS

01 Dec 2016

Ég ásamt öðrum bloggurum fékk smá forskot á sæluna í gærkvöldi og fékk að skoða EDDA X MOSS línuna sem hönnuð er af Eddu Gunnlaugsdóttur í samstarfi við Gallerí 17. Edda er menntuð í textílhönnun frá London College Of Fashion og þess má til gamans geta að hún var einu sinni einn af bloggurum FEMME.
Línan er afskaplega falleg og stílhrein. Klassískar og tímalausar flíkur sem virka við öll tilefni.
Við erum allar gríðarlega stoltar af henni og óskum henni innilega til hamingju með þessa flottu línu.

Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum frá gærkvöldinu ásamt nokkrum outfit myndum af mér. Við fengum að velja okkur eina flík úr línunni og ég valdi svartan samfesting sem ég var búin að hafa augastað á.


Ótrúlega skemmtilegt og vel heppnað kvöld.
Þessar myndir eru af femmeisland snapchattinu, mæli með að adda því ef þið eruð ekki þegar búin af því.
 

 

Ég er sjúk í þennan samfesting!
Klárlega áramótadressið í ár. 

________________________________________________

Í kvöld 1. desember milli kl 19-21 byrjar línan í sölu í Gallerí 17 kringlunni svo ég mæli eindregið með að kíkja þangað og næla sér í eitthvað fallegt úr línunni. 
 

Takk fyrir mig Edda og enn og aftur til hamingju!