Ég um mig frá mér

01 Dec 2016

Anna vinkona mín var að skíra strákinn sinn á dögunum og langaði mig til þess að gefa þeim persónulega gjöf.

Ég var búin að heyra af nýju fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að búa til persónulegar myndir með stjörnumerkjum barna sem eru fundin út með hnitum staðsetningarinnar þar sem barnið fæðist ásamt fæðingardegi og tíma. Ég hafði séð slíka mynd heima hjá vinkonu minni og féll algjörlega fyrir henni. Ég hafði því samband við Ásdísi Rósu en hún ásamt eiginmanni sínum Hirti Hjartarsyni stofnuðu saman Ég um mig frá mér.

Ég pantaði hjá henni eitt stykki svona plakat fyrir litla prins í stærðinni A3 og er ótrúlega ánægð með það. Ég keypti síðan ramma utan um plakatið í Ikea sem heitir Strömby og kostaði 1.190 kr. 

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta vera ótrúlega sniðug og falleg gjöf. Ekki bara sem stjörnumerkja myndir fyrir börnin heldur finnst mér líka sniðugt að gefa t.d vinkonu eða maka innramaða mynd sem inniheldur texta sem þýðir eitthvað fyrir ykkar vináttu eða samband. Bæði persónulegt og fallegt fyrir heimilið í leiðinni. 

 Ég fékk síðan leyfi frá Ásdísi til þess að segja ykkur frá þessu hérna en ég fékk þetta ekki sem gjöf svo það komi nú fram. Hún var svo indæl að útskýra fyrir mér conceptið í nokkrum orðum.

Hvað er Ég um mig frá mér? 

Við erum að búa til persónulegar myndir og veggspjöld. Við byrjuðum á því að hanna stjörnumerkjamyndirnar fyrir börn en við teiknum upp stjörnumerki þess og setjum inn upplýsingar um það, en á hverri mynd kemur fram nafn barnsins, tíminn og dagurinn sem það er fætt og síðan hnitin þar sem barnið fæðist. Í framhaldinu fórum við að setja upp myndir með textum sem fólk velur sjálft og sendir til okkar. Hugmyndin er að gera myndir sem innihalda textann við "lagið ykkar" eða tilvitnun úr þætti eða bíómynd sem skiptir fólk máli. Myndirnar koma í þremur stærðum, A4, A3 og svo stærri plaköt í stærðinni 50x70. Það má finna okkur á facebook undir nafninu Ég um mig frá mér. Við erum með jólatilboð allan desember en það er 20% afsláttur af öllum myndum og hægt er að panta í gegnum facebook síðuna okkar. 

Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá fékk ég mér stærðina A3 sem kostar 5.900 kr. A4 stærðin er síðan á 3.900 kr. og 50x70 myndirnar á 7.900 kr. 

Síðan er um að gera að nýta sér afsláttinn sem þau eru með í desember!