Langar þér í áletraðan YSL varalit?

01 Dec 2016

Núna á morgun fimmtudaginn 1. desember og föstudaginn 2. desember ætlar YSL að endurtaka leikinn og hafa varalita áletranir sem slógu í gegn í fyrra! 

Öllum keyptum Rouge Pur Couture varalitum mun fylgja frí áletrun ásamt því að það verður 20% afsláttur af öllum YSL vörum þessa tvo daga í Lyf og heilsu kringlunni. Ekki nóg með það þá verður líka glaðningur fyrir 100. fyrstu sem versla vörur/r frá merkinu sem er ekki leiðinlegt. 

Ég fékk áletraðan varalit að gjöf í fyrra frá YSL og er hann í miklu uppáhaldi. Þetta er að mínu mati svo ótrúlega persónuleg og falleg gjöf og svo skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir hvað varan er einstaklega falleg. 

Ég gróf upp myndir frá færslunni í fyrra til að sýna ykkur áletrunina og hvernig minn litur kom út en hann er nr. 1. Fullkominn jóla rauður <3 

Ef þið hafið áhuga á áletruninni eða hafið haft augastað á einhverri YSL vöru þá er um að gera að kíkja í Lyf og heilsu kringlunni þessa tvo daga og nýta sér afsláttinn þar sem að það munar klárlega um hann!