GOOD GOOD - Stevíu vörur

02 Dec 2016

Ég má til með að segja ykkur frá þessari snilld ef þið hafið ekki nú þegar kynnst henni. Það er hægt að spara sér fullt af kaloríum og óhollustu með Stevía vörunum frá Good Good. 

Færslan er unnin í samstarfi við Good Good. 

Ég hef verið að prufa mig áfram með Stevíu vörur núna í tvö ár. Ég er reyndar ekki flókin týpa, ég vill hafa allt mjög einfalt þar sem ég á það til að vera mjög upptekin. Mig langaði til þess að segja ykkur frá uppáhalds kvöldsnarlinu mínu meðal annars en ég nota Stevía vörur gjarnan í það. Í þetta þarf heint skyr, ber að eigin vali, stevíu strásykur og stevíu dropa. Ég byrja á því að blanda saman tvem sprautum af stevíu dropum saman við skyrið, það er bæði gott að nota original dropa eða bragðbætta dropa t.d. vanillu. Næst tek ég berin og set þau út á skyrið
Og svo er það bara að strá stevíu sykri yfir ávextina, flóknara er það ekki. Þetta er svakalega bragðgott og sætt en fyrir nammigrís eins og mig þá hefur þetta bjargað mér á kvöldin og daginn þegar ég fæ mikla sykurlöngun. Það er auðvitað hægt að skipta út skyrinu fyrir eitthvað annað fyrir þá sem eru t.d. vegan eða sneiða framhjá mjólkurvörum. Sykurinn og droparnir innihalda engar kaloríur. 

Ég nota stevíu dropana og sykurinn einnig á aðra vegu:
Til þess að búa til kanilsykur
Til þess að setja út í te eða kafii
Til þess að blanda saman við súrmjólk
Í bakstur en þá notar maður jafn mikið af stevíu sykrinum og venjulegum sykri.