Heima hjá mér - Lagt að borð fyrir jólin

03 Dec 2016

Morgunblaðið kom í heimsókn til jóla-Söru í Nóvember og lagði ég á jólaborð fyrir þau ásamt því að gefa uppskrift af góðum jólaís með allskonar gúmmelaði. Jólablað Morgunblaðsins kom út 1. desember og mæli ég með að þið náið ykkur í eintak.


Matarstellið erfðum við frá Lang- Ömmu hans Bergs og þykir okkur mjög vænt um það. Kristalsglösin höfum við verið að fá í gjafir í nokkur ár og eru keypt í fallegri búð sem tengdamamma mín á og heitir Póley.
Svo kemst maður langt í skreytingunum með greni, köngla og kerti. 
Myndir: Guðbjörg Guðmannsdóttir