Sara Dögg hannar íbúð í kórahverfinu

03 Dec 2016

Ég er búin að bíða með eftirvæntingu eftir að geta sýnt ykkur íbúð sem ég var að hanna. Ég fékk það skemmtilega verkefni í hendurnar að hanna nýlega íbúð í kórunum. Fyrr á árinu fékk ég símhringingu frá stúlku sem var að kaupa sér sína fyrstu eign og vildi fagmann í verkið - mig! Ég var bara sulturóleg í fæðingarorlofi, en þetta verkefni kitlaði mig eitthvað, svo að ég tók það að mér svona on the side. 

Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt. Sem innanhúshönnuður var ég í samstarfi við fyrirtækin sem ég nefni hér í færslunni. 

Kristjana, heitir hún sem festi kaup á 70 fm íbúð í Kópavogi. Ung og ótrúlega efnileg stelpa sem vildi vanda vel til verka. Þarna var hún komin með sína fyrstu íbúð og vildi fá önnur augu að hönnun hennar (í stað þess að fylgja bara tískustraumnum sem herjar á flesta íslendinga). Hún vildi gera eitthvað meira, eitthvað djarfara og meira hennar. Þar kom ég til hjálpar. Í byrjun var Kristjana bara kúnni, en eftir allan þennan tíma saman og þetta samstarf þá er hún svo miklu meira en bara það. Maður á aldrei nóg að vinum, við skulum orða það þannig. Ég er svo þakklát fyrir þessa reynslu og okkar kynni - Ég er bókstaflega reynslunni ríkari. Þetta hafði Kristjana að segja : 

Fyrir ári síðan keypti ég mér mína fyrstu íbúð – fallega litla íbúð í kórahverfinu. Það kom upp svo mikið af frábærum tilfinningum þegar ég fékk afhent. Tilfinningar eins og spenna, eftirvænting, hamingja, stolt og margt fleira. Það var samt eitthvað sem var að trufla mig og eftir að hafa farið í smá hring skildi ég af hverju. Ég vildi gera þetta vel og ég vildi gera þetta eilítið öðruvísi heldur en flestir. Ég vildi líka gera þetta faglega og vera úrræðagóð. Það var á þessum tíma sem ég ákvað að fara og leita að einhverjum til þess að hjálpa mér við þetta verkefni því ég vissi að ég þyrfti smá aðstoð.

Það var einhvern veginn eins og „meant to be“ þegar ég fann svo Söru Dögg í þetta verkefni því ég fann strax að hún var akkúrat tilbúin í þetta – að hjálpa mér að fá hugmyndir og koma mér aðeins út fyrir kassann. Það fyrsta sem hún gerði var að hjálpa mér að finna minn stíl og þróa hann áfram og það er eitthvað sem er ómetanlegt því það er eitthvað sem ég mun búa að næstu árin og áratugi.

Með því að leyfa ykkur að fylgjast með því frábæra verki sem Sara vann með mér í íbúðinni vonast ég til þess að fleiri leyfi sér að fá einhvern til að leiðbeina sér. Það þarf oft ekki mikið, klukkutíma spjall við innanhússarkitekt getur oft gert kraftaverk og er alls ekki jafn dýrt og þú heldur. Fyrir þá sem eru búnir að finna sinn „stíl“ þá verður þetta vonandi þeim innblástur með nýjum nálgunum.

Njótið – Kristjana, 26 ára viðskiptafræðingur, Selfyssingur og nýlegur innanhússhönnunar unnandi. 

__________

Þegar ég mætti í fyrsta viðtalstíma til hennar, tók við mér galtóm íbúð, hvítur veggur á eftir þeim hvíta. Hún hafði aðeins fest kaup á sófa. Allt annað var mér falið að finna, í samstarfi við hana auðvitað. Þið getið ímyndað ykkur... þetta er draumurinn, þetta er ég í nammibúð - Hvítur, tómur strigi sem ég má mála á. Íbúðin er frekar nýleg svo að það þurfti ekkert að rífa neitt út eða skipta um innréttingar eða gólfefni. Það sem þurfti að gera var meira yfirborðskennt, s.s stílisera og gera hana persónulegri. 

Það eina sem hún var búin að gera við íbúðina var að mála hana hvíta. Þið sem hafið fylgst eitthvað með mér vitið að ég er mjög óhrædd við að mála í dekkri tónum. Þarna þurfti ég að fara rosalega fínt í það að þora að nefna þá hugmynd að mála íbúðina AFTUR. Hvað haldiði, þessi yndislegi kúnni tók bara mjög vel í þá hugmynd, hún sér sko aldeilis ekki eftir því í dag. Hún hafði orð um það að íbúðin hafi auðlast fleiri fermetra fyrir vikið. Eins og ég nefndi þá er íbúðin ekkert risa stór svo að ég þurfti að nýta hvern krók og kima til að láta hana líta út fyrir það að vera stærri. Þar kemur máttur málningarinnar inn. Með því að mála hana í dekkri tónum, skapa ég meiri dýpt og rýmið virkar stærra. 

Ég ætla að byrja á því að sýna ykkur stofuna og ég mun fara yfir hvers konar málningu ég notaði, sem og allar vörur og húsgögn.

Íbúðin er máluð í byrjun sumars, við völdum frekar djarfan blágráan lit sem ég vissi að yrði að trendi seinna þessa árs. Ég var með þennan lit lengi í hausnum og ég hætti ekki að prufa litaprufurnar fyrr en ég finndi þennan rétta. Hann var blandaður fyrir mig í Slippfélaginu af litameistaranum Rúnari og fékk nafnið BLÁGRÝTI. Hann stendur algjörlega undir nafni. Þessi litur er og verður alltaf einn af mínum uppáhalds. Ég málaði s.s alla veggina í stofunni og ganginum í Blágrýti með 5% gljáa. Ég vildi fá þessa möttu-elegant áferð á rýmið. Við erum í skýjunum með þennan lit, hann er gjörsamlega truflaður.

Slippfélagið --> Blágrýti (5%)

Þetta er mjög löng færsla með fullt af myndum, svo að þið verðið bara að vera þolinmóð. Ég mæli sterklega með því að þið skoðið hana til enda, þið verðið ekki illa svikin, þvert á móti (að ég vona). 

 


Sófi -- ILVA
Sófaborð -- NORR11
Motta -- ILVA (sérpöntuð í þessari stærð)
Pulla -- SEIMEI
Teppi -- ILVA
Velúr púðar -- BOHO
Gæra & loðpúði -- ILVA
Myndir á vegg -- NORR11
Mynd á gólfi -- SAFNBÚÐ, LISTASAFN ÍSLANDS
Gólflampi -- PÓLEY
Gardínur & kappi -- VOGUE 
Ljós -- LÝSING & HÖNNUN

 


 

Sófaborð -- NORR11
Bakki -- ILVA
Vasi & blóm -- ILVA
Ilmkerti -- MAÍ
 


Næsta sjónarhorn..


 

Skenkur -- BESTA IKEA
Húnar á skenk -- BRYNJA
Borðlampi -- NORR11
Gólf kertastjakar -- NORR11
Vasar & blóm -- ILVA
Ljós -- LÝSING OG HÖNNUN
Myndir á vegg -- SAFNBÚÐ, LISTASAFN ÍSLANDS
Rammar -- IKEA
 

Næst ætla ég að sýna ykkur borðstofuna/eldhúsið & forstofuna. Þið viljið alls ekki missa af þeirri færslu svo stay tuned! 

-- Hér er smá tíser xx

Vantar þig innanhússráðgjöf? - hafðu samband -- sara@femme.is