VILTU VINNA CHOKER EFTIR HILDI YEOMAN

06 Dec 2016

Mig langar til að gleðja ykkur kæru lesendur í tilefni jólanna og gefa einum heppnum lesenda undurfagran choker eftir hina hæfileikaríku Hildi Yeoman
Hildur hefur verið minn uppáhalds íslenski hönnuður í nokkur ár og var ég himinlifandi þegar hún vildi hefja samstarf með mér. 
Ég hef áður fjallað um hönnun Hildar hér á blogginu í þessari færslu. 

Ég kíkti í heimsókn í verslunina Kiosk um helgina og mátaði þar nokkrar flíkur úr nýjustu línu Hildar. Æðislegar viðtökur og Destiny's Child í botni sem ýfði upp dívustælana sem var vel í takt við þröngu skvísukjólana. 

Ég er svo lánsöm að hafa fengið að velja mér þennan dásamlega rúllukragakjól úr nýjustu línu Hildar, Transcendence sem var að koma í Kiosk. 
Línan er unnin útfrá staðnum milli svefns og vöku, augnablikinu þegar þú stendur á brún ímyndunaraflsins, lygnir aftur augunum og lætur þig líða inn í heim hins óraunverulega þar sem allt getur gerst. Svona hljóðar lýsing Hildar á línunni.
Ég mátaði ábyggilega alla kjólana í búðinni og hefði helst vilja taka þá alla með mér heim. Þessi endaði uppi sem sigurvegari og þar sem að ég á bráðum afmæli mun þessi klárlega vera afmæliskjóllinn í ár. Ég mun samt mögulega stelast í hann fyrir það, of langt að bíða þangað til 26. desember.

_______________________________________________


En að mergi málsins. 
Eins og ég nefndi hér að ofan ætlum við að gefa einum heppnum lesenda choker eftir Hildi Yeoman og smellti ég nokkrum myndum af þessum gersemum.
 

 


Ég tryllist þeir eru svo flottir. Langar í alla!!

__________________________________________________________

Búið er að draga úr leiknum, vinningsahinn heitir Hrund Ólafsdóttir.

Það sem þið kæru lesendur þurfið að gera til að eiga möguleika á að vinna er einungis tvennt: 

Commenta fyrir neðan færsluna hvaða choker þið væruð til í að eignast nr. 1 (Svarti með silfurkúlunum) nr. 2 (fjólublái) nr. 3 (blái)

Smella á like á facebook síðu Hildar hér

 

Ég mun draga úr leiknum sunnudaginn 11. des.

__________________________________________________________