KÆRI JÓLI

08 Dec 2016

Nú líður að jólum og alltaf hefur maður einhverjar langanir. Þetta eru mínar. Færslan er ekki kostuð.

1. Silki-kjóll, SELECTED. Nú er ég að leita mér af fötum sem henta brjóstagjöfinni, þessi finnst mér fallegur og hentar vel.


2. Armband, ORRIFINN. Mér finnst fléttulínan frá þeim reyndar öll mjög falleg, en þetta armband mætti verða mitt.


3. Globe vasi, Móder. Fllegur er hann, reykt gler og messing er vá blanda.

4. Soru-jewelry, Hlín Reykdal. Þeir heilla augað, reyndar finnst mér hringarnir frá henni líka geggjaðir.

5. Finnsdottir jumbobell, Snúran. Ég er hrifin af svo mörgu frá Finnsdottir en þessi vasi er þar efstur á lista.


6. By Nord rúmföt, Póley. Rúmfötin frá þeim eru svo falleg og mjúk. 

7. BIO EFFECT serum. Nú hef ég verið að nota þessar vörur í allt haust. Ég með mína vandræða húð, þurr og líflaus, elska þetta. Núna er serumið að klárast og þá þarf að fylla á.

8. BOSS ILMVATN. Ég fékk pufu í tímariri um daginn og var heilluð. 

8. FERMLIVING blómastandur. Hann er svo flottur og hægt að nota hann undir svo margt annað en bara blóm og plöntur.

9. Náttkjóll, Lindex. Það er eitthvað við ný náttföt og hrein rúmföt á jólunum.