Uppáhalds

08 Dec 2016

Ég er með mjög fjölbreytta förðunar rútínu. Ég prófa mikið af nýjum vörum og þessvegna er ég alltaf að finna mér eitthvað nýtt uppáhald. Mér datt í hug að deila með ykkur mínum uppáhalds vörum þessa stundina en margar af þeim væru líka frábærar í jólapakkan. 

Einhverjar af vörunnum í færslunni fékk ég sendar sem gjöf, aðrar keypti ég sjálf. 

 


1. 35F Palletta frá Morphe
Ég er svo ástfangin af þessari palletu en ég var einmitt búin að tala um hana hérna á blogginu áður. Litirnir eru svo mikil snilld en þeir flestir draga rosalega fram augun mín. Þeir eru allir vel metallic nema neðsta röðin hún er mött. Í þeirri röð eru líka snilldar blöndunarlitir sem er gott að blanda út í glóbuslínuna með þeim metallic. Fullkomin í jólapakkan hjá förðunarsjúklingum eins og mér sjálfri. Morphe vörurnar fást hjá Fotia og einnig er hægt að panta af Morphebrushes. 

2. Art-ki-tekt Eyeliner frá La Splash
Þessi eyeliner er mjög góður og sérstaklega þar sem burstinn á honum er rosalega mjór og auðvelt að búa til litla eyeliner línu með honum. Það er auðvelt að stjórna því sem maður er að gera með honum og ég mæli mjög mikið með þessum eyeliner. Ég er ekki vanalega mikið með eyeliner en þegar ég nota hann þá gríp ég vanalega í þennan. Ég fékk minn hjá Daria

3. Lip Lingerie í litnum Satin Ribbon frá NYX
Ég er algjör nude fíkill þegar það kemur að varalitum. Ég er eiginlega bara frekar boring því ég er alltaf með nude. Þessi litur hentar mér fullkomlega, hann endist lengi og er þæginlegur á vörunum. Mér finnst líka ótrúlega fallegt að nota hann undir gloss og með varablýanti. Mæli með þessari vöru og það er auðvitað hægt að velja úr endalaust af litum. Þessi fæst í NYX kringlunni. 

4. Strobe of Genius Highlighter palletta frá NYX
Ég er rosalega hrifin af þessari vöru. Það eru 7 litir í henni en það sem mér finnst best við hana að það eru tveir litir sem eru nokkurnvegin húðlitaðir þannig þeir blandast rosalega vel við litinn á minni húð eða farðanum sem ég er með. Stundum getur verið erfitt að finna sér highlighter sem verður ekki of ljós á húðinni en þessi palletta er í algjöru uppáhaldi þar sem mér finnst litirnir verða fallegir á minni húð. Mæli algjörlega með þessari vöru. Fæst líka í NYX kringlunni. 

5. Fit Me Matte+Poreless farði frá Maybelline
Þessi kom mér á óvart. Hann er mattur eins og nafnið gefur til kynna og helst mjög vel. Lykillinn er að blanda honum mjög vel inn í húðina en mér finnst mjög gott að nota Real Techniques svamp í það. Mér finnst farðinn ekki fita húðina mína eins mikið og aðrir farðar sem er mikill plús. Fæst í verslunum hagkaupa og apótekum. 

6. Kylie Lipgloss í litnum So Cute frá Kyliecosmetics
Þessi litur finnst mér fullkominn ofan á nude varalit. Hann er þó mjög litsterkur og lyktin er stór plús. Ég gríp mikið í þennan og ég er ekki frá því að ég þurfi að fara að kaupa mér nýjann þar sem minn er alveg að klárast. Fæst hjá Kyliecosmetics. 


 

Ég læt mynd fylgja þar sem ég nota allar vörurnar sem ég talaði um hér að ofan, átti þó eftir að skella glossinum á mig en ég er ekki frá því að ég hafi gert það aðeins eftir að þessar myndir voru teknar. Chokerinn er frá Habe by Heba.