Heilgalli á lítinn töffara

09 Dec 2016

Peyjinn minn fékk þennan töffaralega heilgalla að gjöf frá MINIMO. Gallinn er frá merkinu Lucky No.7, og eins og þið sjáið þá er hann afar fallegur. 

Ég hef áður fjallað um hrifningu mína af heilgöllum. Þar sem minn litli er frekar fjörugur þegar kemur að bleyju- og fataskiptum, þá er mjög gott að grípa í þessa galla og klæða hann í hvelli. Þeir einfalda suma daga - það er bara þannig. 

Ég varð mjög skotin í þessum galla þegar ég fletti í gegnum þessa línu á síðunni þeirra. Bæði liturinn og efnið fannst mér gera þennan galla alveg hrikalega gæjalegan. Hann strekkir alls ekkert að honum,  mjög svo frjálslegur klæðnaður, sem og töffaralegur. Ég sé mjög mikið notagildi í honum og endaði á því að taka hann í aðeins stærri stærð (86/92).

Gallann & línuna finnur þú hér. 

Já ég veit!...  barnið er alveg að fara í hársnyrtingu.

 

Takk fyrir okkur xx