FRAMHALD: Sara Dögg hannar íbúð í kórahverfinu

13 Dec 2016

Vá! Ég er nánast orðlaus yfir viðtökunum sem fyrri færslan fékk. Ég vil þakka ykkur innilega kæru lesendur, þið eruð æði. Takk fyrir að lesa, læka, kommenta og deila. Takk fyrir skilaboðin og áhugann. Ég vona að framhaldið standist væntingar ykkar, því ég veit að það eru margir þarna úti sem eru búnir að bíða spenntir eftir því að sjá meira af íbúðinni. 

Þið sem misstuð af fyrri færslunni, þið finnið hana hér. Í henni fór ég yfir hönnunarferlið og sýndi jafnframt myndir af stofunni. Nú er komið að því að sýna ykkur borðstofuna/eldhúsið og forstofuna. 

Ég er búin að fá svo miklar fyrirspurnir um litinn sem ég notaði í aðal rýmið, þennan blágráa. Ég ætla að nefna hann aftur á nafn við ykkur. Hann heitir Blágrýti og er frá Slippfélaginu. Eins og þið sjáið á myndinni og á næstu myndum, þá er hann breytilegur eftir birtu. Það breytir því samt ekki hvað hann er fallega litbrigðinn sama hvaða tíma dags er. 
 


Blágrýti (5%)

Jæja, þá er komið að því að halda áfram og sýna ykkur meira. Byrjum á eldhúsinu.. 
Eldhúsið og stofan tengjast í eitt opið rými, sem er rosalega klassískt layout á nýlegum íslenskum íbúðum. Svo klassískt að það var innstunga í borðhæð á veggnum, sem bókstaflega sagði íbúðareigandanum að þar ætti að vera ferhyrnt borð upp að veggnum og helst ristavél tengd við. Ég var ekki alveg á því.

Ég sá strax fyrir mér að hringborð væri betri nýting, sem og skemmtilegri nálgun á þetta litla rými. Það er ekki mikið úrval af þeim hér á landi svo að ég fór í það að hanna það fyrir hana og láta smíða það fyrir okkur. Svæðin í kringum elhúsborð sem er stillt upp að vegg, nýtast illa. Jú, kannski ein hilla fyrir ofan eða ein mynd. Þetta svæði á til að gleymast hjá mörgum. Í þessu tilfelli dreg ég borðið út, nær miðju rýmisins, og í ágætri fjarlægð frá veggnum svo að ég geti nýtt þennan vegg í eitthvað decor. 

Ég vissi strax hvað ég vildi gera - Kertaarinn! Mjög grunnan svo að hann taki ekki mikið pláss, mála hann í sama lit og veggurinn (gróflega málaðan). Ég vildi ekki að hann tæki mikla athygli við fyrstu sýn þegar gengið er inn í rýmið, en ég vildi samt að hann fengi þá athygli sem hann verðskuldar. Hann er svo fallegt touch án þess að vera hávær. Mér finnst ég hafa fullkomnað þá hugmynd bara með því að mála hann í sama litnum. Útkoman er afar falleg ef ég segi sjálf frá.

Ég kaflaskipti því undir myndunum hvar hver vara fæst.  
 

Kertaarinn -- ILVA
Hringspegill (antík lúkk) -- GLERBORG 
Karafla -- NORR 11
Bakki -- ILVA
Kerti -- HEIMILI & HUGMYNDIR
Vasi & blóm -- ILVA

Þeir í Glerborg eru með frábæra þjónustu. Þeir geta gert nánast hvað sem er fyrir þig með efnin sín. Í þessu verkefni má finna frá þeim hringlaga spegil, borðplötu úr gleri og gólfspegil, allt sérsmíðað frá okkar málum og hugmyndum. 

Ég er alls enginn ljósmyndari og myndi varla titla mig sem áhugaljósmyndara. Af þeirri ástæðu gat ég ekkert komið í veg fyrir endurspeglunina frá glerborðinu yfir á vegginn. Þetta böggaði mig ekkert smá þegar ég var að fletta í gegnum myndirnar eftir tökuna, að ég komst svo nálægt því að taka þessar myndir upp á nýtt. Það er bara mín pirrandi smámunasemi. Ég vona að þið getið litið framhjá þessu endurkasti. 
 

 

Guðdómlega fallegt ljós!

Messing ljósakróna -- LÝSING & HÖNNUN

Borðfæturnir voru suðaðir saman fyrir okkur af tengdafaðir Kristjönu.
Glerplata (hreint gler) -- GLERBORG
Stólar -- WILLAMIA
Vasi á borði -- ILVA

Í Willamia geturu pússlað saman þínum stól. Þessir stólar heita Uni-Ka og hægt er að fá þá í mismunandi litum og útfærslum. 

 

Bakki -- ILVA
Vasi -- MINIMAL DECOR
Svartir bollar & mjólkurkanna (Broste) -- ILVA 
Mynstraðir bollar -- HEIMAHÚSIÐ


Gangurinn sem tengir öll rýmin var einnig málaður í Blágrýti. 


Þá er það forstofan. Hún er mjög lítil svo að ég ákvað að gefa henni smá dýpt og reyna að stækka hana aðeins með því að mála hana í dekkri tón. Aftur fékk ég Rúnar litameistara í Slippfélaginu til að blanda hinn fullkomna dökkgráa lit. Hann fundum við og fékk hann nafnið Silfurberg

Liturinn er í raun dekkri, réttur tónn sést betur á myndunum hér fyrir neðan.

Fyrir aftan spegilinn er ofn sem við vildum fela. Gólfspegillinn er fullkomin lausn. Hann felur ekki bara ofninn, hann stækkar forstofuna til muna. 

Gólfspegill (úr dökkgráu speglagleri með Guðbjargarramma) -- GLERBORG
Hliðarborð -- HÚSGAGNAHÖLLIN
Veggvasi -- MINIMAL DECOR

Ég málaði ekki bara alla veggina í forstofunni gráa, heldur einnig loftið líka. Þar setti ég punktinn yfir i-ið. 


Silfurberg (5%)

Enn eitt fallegt ljós frá LÝSING & HÖNNUN

________


Þá er þetta komið frá þessari íbúð í bili. Ég á kannski eftir að sýna ykkur svefn- og baðherbergið sem er enn í vinnslu. Annars er ég með fullt í pípunum svo endilega haldið áfram að fylgjast með.

Ef ykkur vantar innanhússráðgjöf   --->   sara@femme.is