Ítalskur kjúklingur

15 Dec 2016

Tómatar, mozzarella, basil og parmesan, hvað getur klikkað ?
Þægilegur og einfaldur kjúklingaréttur fyrir alla

Hráefni

fyrir 2

2 kjúklingabringur
2 matskeiðar olía
1 hvítlauksgeiri
1 teskeið oregano
1 dós hakkaðir tómatar
salt og pipar
1 egg
25 g hveiti
100 g brauðrasp
50 mozzarella, ferskur eða rifinn
25g rifinn parmesan ostur
Lúka af feskri basiliku.


Aðferð

Setjið olíu á pönnu á miðlungshita og steikið hvítlaukinn í 2 mínútur.
Bætið við dósinni af tómötunum og orgegano kryddinu. Lækkið hitann og látið malla í 20-25 mín.
Hrærið í þessu inná milli, sósan ætti þá að verða orðin þykkari.
Á meðan sósan mallar þá tekuru kjúklingabringunar og setur á milli bökunarpappír og berð hana með pönnu eða eldhúshamri þangað til hún er orðin flöt eða jafn þykk allstaðar um 2 cm.
Settu hveiti á einn disk, hrærð egg á annan og brauðrasp á þann þriðja.
Veltu síðan bringunum uppúr hveitinu, þaðan í eggjablönduna og svo næst í raspið.

Stilltu ofninn á 200°
Hitaðu pönnu með olíu og steiktu kjúklinginn þannig að hann er orðinn gullbrúnn á báðum hliðum.
Settu kjúklinginn í eldfastmót og helltu tómatsósunni yfir. Raðaðu mozzarellaostinum, parmesan og basillaufum yfir.
Settu inní ofn þangað til að osturinn er bráðnaður og kjúklingurinn eldaður.
10-15 mínútur.

Ég bar þetta fram með smá salati og auka parmesan.