Lúsíuljós

15 Dec 2016

Ég keypti mér þetta dásamlega aðventuljós eða Lúsíuljós heima á Íslandi í síðasta stoppi. Þetta er það allra fallegasta aðventuljós sem ég hef augum litið og það sæmir sér vel í stofunni á þessum dimmu desember dögum. Ljósið fæst bara að mér vitandi í Kaia þar sem ég keypti mitt eintak.

Luciu hátíðin var einmitt haldin hjá mörgum skandinavískum nágrönnum okkar þann 13.des.  Hönnunin er sænsk og er eftir Sten Bengtsson. 

 

xxx