ÞYRLUFLUG YFIR REYKJAVÍK

15 Dec 2016

Ég skellti mér í þyrluflug um síðustu helgi ásamt góðri vinkonu og bloggaranum henni Þórunni Ívars
Norðurflug á heiðurinn af þessu flotta boði sem við að sjálfsögðu þáðum á þessum fallega laugardegi. 
Ferðin hófst á Reykjavíkurflugvelli og endaði á esjunni. Við fengum þetta æðislega útsýni yfir borgina í frábæru veðri. 
Það var margt fallegt að sjá á leiðinni og smellti í nokkrum myndum úr þessari stórskemmtilegu þyrluferð.

 


Ég get ekki útskýrt hversu mögnuð upplifun það var að fá að sitja í framsætinu og fá allt beint í æð!
Við Þórunn erum nú vanar því að fljúga en þessi upplifun var allt önnur en maður er vanur í stórum þotum.
Ég leyfi mér því að mæla með því að fara í þyrluflug og fá smá fiðring í magann. 

Norðuflug býður upp á fullt af skemmtilegum ferðum sem hægt er að kynna sér hér
Ferðin sem við Þórunn fórum í heitir Reykjavík Summit og er á sérstöku tilboði fram að jólum á 19.900 kr. (fullt verð er 31.900 kr.)
Gjafabréfið gildir í eitt ár frá og með 24. desember 2016 og hægt er að nýta gjafabréfið sem greiðslu inn á aðrar ferðir. 

Ég mæli með að nýta ykkur þetta flotta tilboð og gefa sjálfum ykkur, foreldrum, maka, bróður, syni, dóttur eða jafnvel ömmu og afa skemmtilega jólagjöf sem skapar minningar. 

Við kynntumst frábærum flugmanni sem sagði okkur frá níræðum hjónum sem keyptu sér þessa ferð því þau höfðu aldrei gengið upp esjuna. 
Þetta fannst mér magnað að heyra og greinilegt að þessar ferðir eru fyrir alla aldurshópa.

 

Takk fyrir mig Norðurflug.