JÓLAINNPÖKKUN

19 Dec 2016

Ég er algjört jólabarn og ELSKA að pakka in gjöfum. Ég byrja að hugsa út í jólagjafir og innpökkun langt á undan flestum, sumum á heimilinu til mikillar skemmtunar en ég meina hey, áhugamálin eru sem betur fer ólík. 
Ég ákvað að smella nokkrum myndum af herlegheitunum sem tóku ekki nema 6 klst. Já skulum bara segja að ég taki mér tíma í hlutina. 
Þið getið fylgst með þessari klikkun á snapchatkolavig 

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt

 

 

Roskó fékk að sjálfsögðu að vera með í geðveikinni og stóð sig með eindæmum vel. 

______________________________________


Hvítur pappír: A4
Brúnt snæri & merkispjöld: Tiger
Greni: Bónus

Rauði pappírinn er því miður ekki til hér heima, keypti hann í Toronto um síðustu helgi. 
Kakómixtúran er einnig keypt í Kanada í uppáhalds bóka/föndurbúðinni, Indigo. Það er ekkert mál að föndra svona sjálf/ur og gerir gjöfina persónulega.

Ég er mjög oft spurð út í hvernig ég föndra merkisspjöldin eða hvaða græja sé til þess notuð en hana er hægt að nálgast hér.
Þessi
 þar til gerða merkibyssa hefur komið sér ansi vel en hana nota ég í ýmislegt föndur á heimilinu. 
 

______________________________________

Takk fyrir mig,