JÓLASANGRÍA

20 Dec 2016

Sangría þarf ekki alltaf að vera sumardrykkur. Hér er leið til að gera hana aðeins hátíðlegri.
Þessi sangría er fersk og jólaleg og þar að auki mjög einföld og fljótleg í undirbúningi.

Kaupir Sangriu Lolea hvíta eða rauða í ríkinu. Eftir hvort þér finnst hvítvín eða rauðvín betra.
Kaupir ferska ávexti sem þér finnst góðir.
Ég notaði í báðar rauð epli, mandarínusneiðar og grantan epli sem eru í smá jólaþema.
Fyllir upp með klökum, ávextunum, kanilstöng og Loleu Sangríu.
 


Glösin sem ég notaði fékk ég að gjöf frá NORR11.
Þetta er nýjasta glasið frá Frederik Bagger og heitir Eight Ball. Þetta er kristalsglas úr vinsælu Crispy línunni.
Það var að koma aftur í búðir í dag eftir að það varð uppselt.Þetta getur lika verið flottur kokteill um áramótin.

Marta Rún