NORR11 óskalistinn minn

21 Dec 2016

Ég tek nokkrar vaktir í NORR11 yfir jólin og það kemur mér í mikið jólaskap því ég hef alltaf verið að vinna um jólin.
Breytingarnar í búðinni eru ótrúlega flottar og nokkur skemmtileg ný merki sem búið er að taka inn.
Ég bjó til smá óskalista með vörum úr búðinni og kannski get ég valið mér eitthvað smá sem kemst með í ferðatöskuna til Barcelona.Mast Brothers súkkulaði.

Ég hef lengi verið aðdáandi Mast Brothers súkkulaðisins. Verksmiðjan og búðin voru staðsett rétt hjá þar sem ég bjó í Brooklyn.
Pakkningarnar eru svo flottar og súkkulaðið gott, ótrúlega sniðugt að líma t.d litlu súkkulaðinn á jólapakkann.
Verð frá 690 kr.IIUVO Ilmkerti.

NORR11 var að taka inn ný ilmkerti sem eru ótrúlega góð.
Ég er mjög "pikkí" þegar það kemur að lykt og kertum.
Kertin hafa 40 klst. brennslutíma.
Það eru 3 tegundir af kertum í þessum fallegu umbúðum.
Ég tými nefnilega frekar að splæsa í falleg kerti í flottum umbúðum sem er svo hægt að nota áfram eins og fyrir förðunarbursta eða t.d sem lítinn blómavasa inn á baði.
8.900 kr.

Frederik Bagger Mug

Ég er sjálf að safna þessum bollum og get ég mælt með þeim, þeir halda vel hita.
Órúlega fallegir með sama skurð og kristalsglösin frá sama merki.
2 stk á 4990 kr.
Frederik Bagger skotglös

Þessi koma 4 saman í pakka, ég fékk þau í afmælisgjöf í fyrra frá NORR11 og ég hef notað þau mikið.
Engiferskot á morgnanna eða auka espresso með með kaffinu á erfiðum morgnum.
Fallegt á borð þegar það er matarboð með salt og pipar.
Kahlúa eða Baileys skot í matarboði með kaffibollanum.
6900 kr. 4 í pakka 
Frederik Bagger Signature Collection.

Signature línan eru rauðvíns, hvítvíns, freyðivíns og vatnsglös.
Mig langar í vatnsglösin.
Þau koma 6 stk í pakka á 10.990 kr.
Ótrulega falleg í laginu og geta verið mjög flott í kokteila líka.
Beaver Bakki.
Bara ef ég hefði pláss.
Verð 19.900Lukt
Ég á þessa sjálf heima, elska hana.
19.990 kr.


Fleur vasi.
Fullkomin vasi fyrir túlípana og í svo fallegum lit.

Endilega kíkið á okkur í NORR11 fyrir jól.

Sjáumst þar.

Marta Rún