SÆNGURGJÖFIN - MOSES KARFA

21 Dec 2016

Drengurinn okkar kom í heiminn þann 2.desember. Eins og gengur fær maður sængurgjafir frá vinum og vandamönnum, við erum afar þakklát fyrir allar okkar en við höfum fengið dásamlegar gjafir og þar á meðal Moses körfu frá henni Linnea eiganda Petit


Karfan er létt, þægileg og mjög meðfærileg. Lappirnar eru ekki nauðsynlegar en með þeim ertu komin með vöggu sem ruggar aðeins, sem er mjög þægilegt að mínu mati.

Það fylgir dýna í körfunni, en eins og er er ég líka með babynestið mitt í henni á meðan hann er svona lítill. Það fer alveg ótrúlega vel um hann.
Á meðan barnið sefur vært í körfunni eru þau samt hreyfanleg. Núna í dag hefur hann sofið í körfunni á borðstofuborðinu meðan ég kláraði jólakortin. Ég vill hafa hann sem næst mér meðan hann er svona lítill.


Moses karfan er til hjá henni Linneu í fallegu Petit á Suðurlandsbraut. En hún er líka til á heimasíðunni þeirra, hérna.

Ég vonast eftir svona huggulegheitum á laugardaginn, hann sefur vært í körfunni við jólatréð. Gleðileg Jól.