Jólaförðunin mín - 5 lykilvörur

23 Dec 2016

Núna yfir jólahátíðirnar þá förum við flest í okkar fínasta púss. 

Persónulega held ég að ég muni geyma dramatískari förðun fyrir áramótin og halda jólalúkkinu einföldu og klassísku og langaði að segja ykkur frá 5 lykilvörum sem ég ætla mér að nota í mína jólaförðun. 

Naked Skin nr. 04

Naked skin Farðinn frá Urban Decay er búinn að vera í notkun hjá mér núna í nokkra mánuði og í miklu uppáhaldi. Hann er náttúrulegur á húðinni með miðlungs þekju sem er hægt að byggja upp ef þörf er á. Þetta er minn go to farði undanfarið og ég veit ég er ánægð með útkomuna þegar ég nota hann.

Revolution Paletta

Ég keypti mér þessa palettu í Ulta núna þegar ég var í Orlando fyrir um viku síðan og vá hvað ég er ánægð með hana. Allir litirnir í henni eru nothæfir sem er ekki alltaf hægt að segja um svona palettur sem innihalda marga liti en hún var ótrúlega ódýr miðað við magn og gæði. Ekki alveg með á hreinu hvað hún kostar hérna heima en hún fæst í Fotia. 

Lancome Hypnose Drama 

Lítið um þennan maskara að segja enda talað ótal oft um hann áður. Bara elska hann, það er ekki mikið flóknara en það. Eiginlega allir maskarar frá Lancome eru snilld en þessi er í sérstöku uppáhaldi og klikkar aldrei! 

Rimmel London Provocalips

Rauður varalitur er einhvernvegin alltaf klassískur og á sérstaklega vel við á þessum tíma árs. Ég ætla mér þess vegna að vera með þennan rauða lit frá Rimmel sem heitir Play with fire nr 550. Það eru tvær hliðar á honum, önnur sem inniheldur rauðan liquid lipstick og hin inniheldur glært gloss til að setja yfir ef manni langar í glans. Persónulega nota ég litinn bara einan og sér en ég er ekkert að grínast þegar ég segi að þessi varalitur er ekki að fara haggast þó þú drekkir eða borðir sem gerir hann fullkominn fyrir hátíðirnar. Svo er liturinn líka bara gullfallegur! 

Tarte Shape Tape 

Síðast en ekki síðst þessi hyljari frá Tarte sem ég keypti líka í Ulta um daginn. Hann er ekki seldur í Sephora heldur einungis í Ulta eins og ég komst að þegar ég gerði mér sér ferð í Sephora til þess að kaupa hann um daginn. En þetta er bara með betri hyljurum sem ég hef prófað. Fullkomin þekja sem er samt svo létt og falleg. Hann sest ekki í fínar línur og það er ótrúlega auðvelt að vinna með hann. Fær 10yes af 10 mögulegum frá mér.

 

Ég vona annars að þið hafið það öll gott um jólin kæru lesendur og njótið þeirra með fjölskyldu og vinum <3