Jólin mín

27 Dec 2016

Ég vil byrja á að óska ykkur lesendum gleðilegra jóla, vonandi hafið þið haft það notalegt. 

Jólin hjá mér í ár voru aðeins öðruvísi , samt sem áður yndisleg. Við vorum tvö hérna heima í Bristol vegna vinnu hjá Herði, ég er algjört jólabarn og því var ekkert annað í stöðunni en að taka allt sem fylgir íslenskum jólum með út. Ég viðurkenni að ég var mjög stressuð fyrir að elda jólamatinn enda enginn meistari í eldhúsinu, en það heppnaðist nú heldur betur vel hjá okkur eftir nokkur símtöl á facetime. Meina á maltblandan að fljóta yfir hrygginn eða rétt í botninn? Eitthvað sem hvergi stendur. 
Svo er alltaf eitthvað leyni twist á matnum sem pabbi eldar sem ég næ ekki, en ég massa þetta á næstu jólum.

 

Jólaborð fyrir tvo 

Þessar muffins voru því miður bragðlausar en það er annað mál, þær eru svo jólalegar og fínar! 

Tangó komin með spari slaufu og klár í jólin. 

 

jújú ég tók með mer kippu af malt og appelsíni út, einnig tók ég þetta brauð með. En við köllum þetta ömmu Höddu brauð. Amma mín heitin var vön að gera þetta brauð fyrir fjölskylduna á jólnum, núna bakar mamma það og við borðum það með hangikjöti og risalamande í hádeginu á Þorláksmessu, svo í morgunmat á aðfangadag. 

Þetta varð ég að mynda, fyrsta hangikjötið sem ég syð. Aldeilis fullorðin

í miðri innpökkun, mér finnst ótrúlega gaman að dunda mér að pakka inn gjöfunum.

sætur í jólapeysunni, jólatréð er að vísu mun stærra heima hjá mér en það var í búðinni. En mér finnst það koma mjög vel út og eyddi ég dágóðum tíma í að skreyta það. 

jólanáttföt er auðvitað partur af programmet.

jóladressið var þessi samfestingur sem ég pantaði mér af ASOS, ég er ótrulega ánægð með hann. 

svo ein fjölskyldu mynd í lokin, það var selftimer að þessu sinni sem tók hana.