Einföld áramótaförðun með NYX!

29 Dec 2016

Langaði að sýna ykkur hugmynd af mjög einfaldri förðun sem hentar vel um áramótin en ég notaði vörur frá NYX til þess. 

Vörurnar fékk ég að gjöf frá NYX


Mér langaði að gera eitthvað svona áramótalúkk sem er ekki of ýkt en ef þér langar að stíga út fyrir þægindarammann á áramótunum en ekki fara út í glimmer og pallíettur þá er pigment fullkomin lausn að mínu mati. Ég er mjög hrifin af pigmentunum frá NYX en þau eru góð og á fínu verði. Ég ákvað því bara að fara all in í NYX í þessu lúkki. Hér fyrir neðan má svo finna nöfnin og litina á öllum helstu vörunum. Vonandi áttuð þið gleðileg jól og ég óska ykkur farsældar á nýja árinu sem er að koma! 

Highlight - Strobe of Genius 
Pigment - Vegas Baby
Augnhár - Sinful
Butter Gloss - Fortune Cookie
Ombre Lip Duo - Cookies and Cream
Highlight and Contour Pro Palette