JÓL, AFMÆLI & ÁRAMÓT Í MYNDUM

03 Jan 2017

Mig langar til þess að byrja að óska ykkur kæru lesendum gleðilegs nýs árs. Vonandi höfðuð þið það sem allra best um hátíðarnar og nutuð með ykkar nánustu. 


Ég ákvað að kúpla mig aðeins út hér á blogginu og njóta hvers augnabliks í botn enda búið að vera nokkuð mikið að gera hjá mér yfir hátíðarnar. 
Ég safnaði saman nokkrum myndum sem voru teknar yfir þennan skemmtilega tíma og ætla að skella í eitt myndablogg.
Vonandi hafið þið gaman af. 

 

Fjölskyldumyndin á aðfangadag var þessi klassíska sjálfa. Humarsúpa og Wellington naut voru a boðstólnum - algjört lostæti!


Ég klæddist rauðum kjól úr gömlu góðu Nostalgíu og Roskó fór að sjálfsögðu í sparidressið líkt og hinir.
 __________________________________________________________

 

25 ára afmælisdagurinn hófst í háloftunum ásamt frábærum vinnufélögum. 

Afmælisdagurinn endaði með mínum manni á KOL þar sem við fengum æðislegan mat og frábæra þjónustu. 
Ég klæddist nýja Hildi Yeoman kjólnum mínum sem ég fjallaði meðal annars um í þessari færslu. 

________________________________________________Fór með frábæru fólki í vinnuferð til Los Angeles þann 28. desember. Fékk smá smjörþef af sólargeislunum og pálmatrjánum sem var ágætis tilbreyting. 

___________________________________________________


Það var svart þessi áramótin en ég klæddist pallíettukjól sem ég pantaði mér af etsy.com fyrir nokkrum árum. 
 

Áramótin voru haldin heima hjá tengdó þetta árið. Fyrstu áramótin þar sem Roskó fékk að upplifa flugelda þar sem að við vorum í sumarbústað um síðustu áramót. Ég viðurkenni að ég var pínu stressuð yfir þessu kvöldi enda ekki viss við hverju ætti að búast. 
Þetta gekk svo með eindæmum vel okkur til mikillar gleði en ég viðurkenni að hann var mjög fegin að koma heim í rólegheitin seinna um kvöldið. 

__________________________________________________________


Mig langar til þess að þakka ykkur kæru lesendum fyrir frábært ár. Ég er búin að eiga ótrúlega skemmtilt bloggár hérna á FEMME.is, kynnst fullt af nýju fólki í gegnum þennan miðil og fengið fullt af skemmtilegum tækifærum.


Ég horfi björtum augum á árið 2017 og hlakka til nýs árs hér á blogginu.  
Takk fyrir að fylgjast með mér, þið eruð frábær!