VINYL PANTS

05 Jan 2017

Fyrsta færslan mín á þessu ári 2017, og tilefni til þess að óska ykkur gleðilegs nýs árs og vonandi hafið þið haft það gott yfir hátíðirnar. 

Ég er ekki frá því að 2016 hafi verið mitt besta ár hingað til og hef ég mikilar væntingar til þessa árs. Núna í janúar byrja ég í námi hérna í Bristol og hlakka mikið til. Creative fashion design heitir það, og segi ég ykkur betur frá því þegar námið er byrjað.

En að outfiti dagsins, ég rakst á þessar buxur á netinu og þær heilluðu mig strax, smá tilbreyting frá þessum klassísku leðurbuxum. 
þó að manninum á heimilinu hafi ekkert lytist á þetta, þá hlusta ég nú lítið á neikvæðar skoðanir annarra þegar kemur að fatavali. Enda á maður bara að klæðast því sem manni langar og þykir sjálfum flott :).
Þessi peysa er búin að reynast mér ansi vel í vetur svo ótrúlega hlý, elska þykka kragann    á henni. 
vonandi líkar ykkur jafn vel við þetta outfit og mér!

 

Peysa - Other Stories
Bolur - Topshop
Buxur - Topshop
Skór - H&M