2016 árið mitt í myndum

08 Jan 2017

Gleðilegt Nýtt ár kæru lesendur! Ég vona innilega að þið hafið haft það notalegt með fólkinu ykkar yfir hátíðirnar eins og ég gerði sjálf. 

Árið 2016 var nokkuð viðburðarríkt í mínu lífi, bæði skemmtilegt og erfitt á köflum. Ég kynntist fullt af yndislegu fólki, byrjaði í nýrri vinnu, gekk vel í skólanum, ferðaðist mikið með fólkinu mínu og lærði heilan helling um sjálfa mig svo ég get ekki verið annað en þakklát fyrir þetta ár. Mér langaði því að byrja þetta nýja ár á því að deila með ykkur myndum frá mínu 2016, bæði myndum af mínu instagrami sem er @steffyjakobs og úr mínu persónulega safni sem ég hef ekki deilt með ykkur áður. 

Yndislegir samstarfsfélagar úr Vinakoti

Var viðstödd sauðburð í sveitinni Svövu í Laxamýri

Við systurnar fórum á Ísland - England

Kynntist þessu gulli <3 

Októberfest í góðum félagskap

Fór til Florida með mömmu <3 

Fórum á Prato í Orlando, mjög góðar pizzur þar!

Hvað ertu að gera? svipurinn minn 

Borðaði góðann mat

Tókum á okkur að þrífa upp lauf í þynkunni. 

Heppin með flughópinn minn <3

Fór með þessari á þjóðhátíð <3

Þangað til næst!