Er svart hið nýja hvítt?

10 Jan 2017

Ég rakst á fyrirsögnina "IS BLACK THE NEW WHITE?" sem gaf mér innblásturinn að þessari færslu. Eins og glöggir innanhússunnendur hafa tekið eftir eru dekkri litir sífellt að verða vinsælli.

Hvítum veggjum fer að fækka, þeim fækkar samt mjöög hægt hérna á landi(leyfi ég mér að fullyrða). Það tekur okkur alltaf lengri tíma að aðlagast trendunum og melta þau. Við byrjum að dýfa stóru tá út í og mála einn vegg í ljósum lit. Það tekur okkur tíma að venjast þessari litlu breytingu en með tímanum finnum við það að hafa smá lit í rýminu gerir það hlýlegra. Næst erum við tilbúin í aðeins dekkra, jafnvel fleiri veggi en einn - svo förum við að þora í ennþá dekkra, jafnvel einhvern djarfan lit. Eftir að hafa þorað að taka stökkið og elskað það, þá er eins erfitt að fara aftur í hvítan og það var að fara úr honum. 

Ég er team dökkir veggir. Ég er ekki að segja að allir veggir á heimilinu þurfi að vera í dekkri kantinum, prófið eitt herbergi fyrst - svefnóið eða jafnvel forstofuna. Ég er einnig team mála-alla-veggi-í-rýminu, þá meina ég að mála ekki bara einn. Að mála þá alla gefuru rýminu meiri dýpt og stækkar það til muna. Ég er alltaf að nefna þetta síðar nefnda, enda orð að sönnu.
 

Er janúar ekki alltaf tími fyrir breytinga?  
- Fáðu innblásturinn hér..Fyrir ekkert svo mörgum árum hafði engum dottið það í hug að setja upp svarta innréttingu. Í dag er það jafn algengt og að setja upp hvíta. 

 

Dökkir veggir inn á baðherbergjum setja líka skemmtilegan svip á það.