Svo einfalt og svo gott Risotto

11 Jan 2017

Risotto er mjög einfalt að gera en tekur samt sem áður tíma og þolinmæði.
Á endanum er það þess virði. Í réttinum eru fá hráefni og til þess að gera hann fullkomin þarf að vera með góða vöru.

Mér finnst t.d lykilatriði að vera með góðan parmesan ost og gott hvítvín með.
Nota vínið í matargerðina sem þið ætlið að drekka með réttinum.

Þetta er uppskrift fyrir 2 í aðalrétt eða 4 í forrétt.
Gott er að nota mælieininguna 100g af risotto grjónum á mann í aðalrétt.

Hráefni: 

20g af þurrkuðum sveppum.
25g smjör
400g af kjúklinga eða grænmetissoði (tveir teningar og 400 g vatn)
½ laukur saxaður smátt
200 g risotto grjónum
½ glas gott Adobe hvítvín. (notið saman vín og þið ætlið að drekka með réttinum)
½ bolli frosnar grænar baunir
1 pakki parmesan (1 bolli rifinn)
salt&pipar

Aðferð:

Það fyrsta sem þið gerið er að setja sveppina í  skál í og fylla upp með volgu vatni þangað til það nær yfir sveppina. Látið liggja í bleyti í 30 mínútur.
Taka ½ bolla af grænu baununum og setja í skál og leyfa þeim að afþýðast.

Finndu stóra djúpa pönnu eða pott og kveiktu á miðlungshita.
Bræddu smjör í og helltu smá ólífuolíu í smjörið svo það brenni ekki Saxaðu síðan hálfan lauk mjög smátt, settu hann í smjörið og eldaðu þangað til hann verður mjúkur.
Helltu síðan grjónunum í pottinn, hrærðu aðeins í, helltu svo hálfu hvítvínsglasi í og hrærðu saman.
Svo er það í raun og veru þolinmæðin sem gildir. Smátt og smátt hellirðu soðinu út í og hrærir, þú þarft að standa við pottinn allan tímann. (hér er tækifæri til að hella þér í hvítvínsglas og njóta)

Passaðu það að það sé aldrei of mikið af soði og aldrei of lítið.

Eftir svona 10 mínútur þá ættirðu að vera búin með sirka helminginn af soðinu, þá tekuru sveppina úr bleyti, helltu svona ca. 1/4 bolla af sveppavatninu út í risottogrjónin til að fá meira sveppabragð.

Skerið sveppina gróflega og setjið þá síðan í grjónin ásamt grænu baununum

Hrærðu reglulega og bættu við soði inn á milli. 

Eftir svona u.þ.b. 20 mín þá ættu grjónin að vera elduð og soðið búin.

Slökktu þá á hellunni og rífðu slatta parmesan ost yfir og hrærðu saman (hálfu stykkinu ef það er keypti út í búð), osturinn bráðnar og "límir" þetta saman.
Fræðu pottinn af hellunni og settu lok yfir og lokaðu í 3 mínútur, aðeins til að binda þetta betur saman.

Settu síðan á disk og berðu fram með rifnum parmesan osti og svörtum pipar.

Settu síðan parmesan ostinn á borðið, því sumir eins og ég vilja alltaf bæta meira við af honum. Skálið síðan í hvítvíninu fyrir kokkinum og góðum mat.

Ég er að vinna uppskriftir fyrir Vínó.is og þeir deila uppskriftunum mínum og para vín með þeim.
Ég reyni eins og ég get að finna það vín hér í Barcelona því þau eru snillingar þegar kemur að vínpörum með mat.
Þau völdu fyrir mig Chardonnay hvítvín frá Adobe Reserva Chardonnay sem passar vel með risotto.
Linkurinn á síðuna og vínpörunina má finna hér.
Mæli með að skoða síðuna þar sem hún er stútfull af fróðleik um mat og vín.

#meatlessmonday