UNDERCUT

11 Jan 2017

Það kannast líklega einhverjir við það að vera með ótrúlega þykkt hár og ráða ekkert við það.

 

Ég hef alltaf verið með sítt og ótrúlega þykkt hár, það eru að vísu kostir og gallar við það. Ég er rosalega sjaldan með það slegið, að blása það tekur bara alltof langan tíma og eftir sturtu tekur það oft sólahring að þorna, lúxus vandamál. Mig langaði þó til að gera eitthvað í þessu, maðurinn sem klippir mig hérna úti stakk uppá að ég myndi raka smá undir til að létta á því. Það hljómaði bara alls ekki vel í fyrstu en svo fór ég að skoða myndir á google og fannst það koma vel út, og ákvað að kýla á það enda vex þetta með tímanum. Ég er allavega mjög ánægð með útkomuna, er miklu oftar með það slegið enda léttara og mun auðveldara að ráða við það. Er búin að vera með þetta í svolítinn tíma núna og þetta venst alltaf betur og betur.

 

 

Ég mæli allavega með þessari lausn ef ykkur langar að létta aðeins á hárinu eða bara prófa eitthvað nýtt.