Vor & sumar með ÍGLÓ&INDÍ

11 Jan 2017

Ég keypti fyrstu Ígló og Indí flíkina þegar ég var ólétt af frumburðinum árið 2012 og síðan þá hefur alltaf verið flíkur frá þeim í skápnum hans og núna líka hjá þeim nýfædda. Að mínu mati eru fötin þeirra flott, en fyrst og fremst eru þau þægileg fyrir börnin. Vor- og sumarlínan  þeirra kemur í verslanir á morgun og ekki bregst þessi lína frekar en þær síðustu. 


Línan heitir Suburban Adventures og er innblásin af lífinu á stór-Reykjavíkursvæðinu þar sem krakkar alast upp umkringd náttúrunni.


Aðal línan er framleidd úr GOTS vottaðari lífrænni bómull. GOTS er strangasta vottun fyrir lífræn efni á markaðnum í dag. GOTS felur í sér stífa stjórnun á efnanotkun, launakjörum, vinnuaðstæðum og öllu því sem viðkemur framleiðsluferlinu og þátttakendum í framleiðsluferlinu, frá hráu efnunum fram að endanlegri vöru. Við erum orðin svo miklu meðvitaðir um hvaðan hlutirnir í kringum okkur koma. Þetta er því mikill gæðastimpill á vöruna að mínu mati.


Ég tók saman nokkrar flíkur sem ég væri til í á mína stráka úr línunni. Einn sem er að verða fjögra ára og einn sem er 6 vikna. En listinn er ekki tæmandi því það er margt sem heillar augað fyrir bæði stelpur og stráka


Þessar litasamsetningar í fötunum sem ég valdi eru ekta ég og þarna leynast líka flíkur fyrir sumarið og sumarfríið.


Ég mæli svo sannarlega með að kíkja á nýju línuna þeirra sem kemur í verslanir 12. janúar.