Litur augnabliksins

14 Jan 2017

Ég er búin að vera mjög lukkuleg með verkefni núna um síðustu misseri. Eitt af þeim skemmtilegu verkefnum er að vera partur af hönnunarteymi Slippfélagsins. Með þeim fékk ég að vera með í ráðum við að finna lit augnabliksins - litinn sem er hvað mest að trenda í augnablikinu. 

Auðvitað varð blár fyrir valinu, allir dökkir tónar af bláum eru að trenda worldwide. Litur augnabliksins að þessu sinni er því Drottningablár, fullur af dulúð og dýpt, en samt svo fersklega blár þegar birtan fellur á hann. 
 

Eins og þið takið kannski eftir, þá lét ég mála gólflistann í sama lit. Það blekkir augað örlítið og gefur rýminu meiri lofthæð. 

Vinstri: Drottningablár (solid blátt)                         Hægri: Blágrýti (blátt út í grátt) sjá litinn betur hér.


Ef að þið ætlið að fara út í slíka liti þá mæli ég með mattri málningu, liturinn verður einfaldlega mýkri og ljósið endurkastast síður af veggjunum. Ég hef verið að nota Akrýl 7 matta málningu frá þeim og ég mæli allan tímann með henni. 

Í hvernig lit sem þið komið til með að mála í, ef þið eruð í þeim pælingum þ.e.a.s., þá vil ég benda ykkur á Slippfélagið. Litir eru þeirra fag, bókstaflega - ef þú ert með spurningar eða hugmyndir, þá eru þeir með svörin og lausnirnar. 

Fyrir ykkur sem kitlar í puttana að fara að mála, do it!
- Gangi ykkur vel xx