NAILS READY FOR WINTER

14 Jan 2017

Ég fór nýverið í neglur og er svo yfir mig ánægð með útkomuna. Ég er það reyndar alltaf en liturinn sem ég valdi kom mér verulega á óvart en ég ákvað að velja brúnan í þetta skiptið. 
Ég elska að vera með fallegar neglur enda skilyrði í flugfreyjustarfinu en ég var orðin mjög þreytt á að lakka þær og pússa fyrir flugin og finnst svo mikill lúxus að fara á mánaðar fresti og setja gel yfir. Þær eru líka mun sterkari fyrir vikið en ég var alltaf að brjóta þær áður. 
___________________________________________________

Ég ætla að deila með ykkur nokkrum naglamyndum frá árinu 2016. Fyrir það hafði ég aldrei farið í neglur áður en nú verður ekki aftur snúið.

 

Að lokum ætla ég að leyfa mér að mæla með henni yndislegu Milenu sem hefur séð um neglurnar mínar síðustu mánuði en hún er algjör fagmaður líkt og myndirnar gefa til kynna. 
Þið getið nálgast facebook síðuna hennar hér en þar getið þið séð verðupplýsingar og bókað tíma.