FRÁ MÉR TIL MÍN

15 Jan 2017

Ég bara verð að deila þessari fegurð með ykkur en þessi fallegi gripur varð loksins minn um helgina. Chokerinn er frá merkinu Soru Jewellery
Það eru nokkir mánuðir síðan ég uppgötvaði merkið en ég sá skartið fyrst á instagram síðu Hlín Reykdal og varð alveg heilluð. 
Ég las mig aðeins til um merkið og er skartið hannað af systrum frá Bretlandi/Sikiley. Þaðan kemur nafnið Soru en það þýðir systur á sikileysku. 
Hver og einn gripur er handgerður og hefur sína eigin merkingu og orku. 
Merkið hefur náð gríðarlegum vinsældum og þá sérstaklega í Bretlandi. Smellið hér til að sjá ýmsar stjörnur líkt og Kate Middelton og Rita Ora með skartgripi eftir Soru systur. 

_______________________________________________

Þessi færsla er ekki kostuð. 


Ég var búin að hafa augastað á þessum choker í smá tíma en týmdi aldrei að kaupa hann. Ég rakst síðan á mynd af honum á instagram síðu Soru Jewellery þar sem stóð að hann væri kominn á útsölu. 
Ég var ekki lengi að kíkja á síðuna og panta hann hér. Það var ótrúlega einfalt ferli og ég lét senda hann hingað heim til Íslands. 
Ég er alveg yfir mig hrifin af þessu merki og er handviss um að ég eigi eftir að versla fleiri skartgripi frá þeim í framtíðinni. 

Hér eru fleiri myndir af gerseminu. 


__________________________________________________


Hér eru myndir af skarti sem er strax komið á óskalistann. 


Þið getið nálgast skartið í verslun Hlínar Reykdal á Fiskislóð og á heimasíðu Soru Jewellery hér
___________________________________________________