Allt öðruvísi bóndadagsmáltíð

18 Jan 2017

Á bóndadögum dekrum við oft bóndann með góðum mat, ég hef undanfarin ár eldað góða steik með góðu rauðvíni og meðlæti en núna ætla ég að breyta aðeins til og deila með ykkur uppskrift af máltíð sem á eftir að dekra vel við bóndann.

Þetta er uppskrift að ekta “southern fried chicken”. Að djúpsteikja hefur alltaf verið aðferð sem hefur hrætt mig mjög og hef ég aldrei lagt í það en veistu þetta er ekki eins mikið mál og ég hélt.

Ég fann uppskrift eftir sjálfan John Ledgend en breytti henni smá og sló hún heldur betur í gegn. Ég var með fjóra karlmenn í mat til að smakka og fékk ég mjög jákvæð viðbrögð, það góð meðmæli að þetta væri miklu betra en KFC!Hráefni:

Kjúklingaleggir
2-3 lítar af sólblómaolíu

Marinering:
3 bollar vatn
3 bollar bjór
(eða nógu mikið til að þekja fyrir kjúklingnum í skál)
5 matskeiðar kjúklingakrydd
2 matskeiðar hvítlaukssalt
2 matskeiðar paprikukrydd
2 matskeiðar cayenne pipar

4 bollar hveiti
2 matskeiðar kjúklingakrydd
2 matskeiðar cayenne pipar


 

Aðferð:
1. Settu kjúklinginn í stóra skál eða pott. Blandaðu vatninu, bjórnum og kryddum saman og helltu yfir kjúklinginn. Settu plastfilmu yfir og inní ísskáp yfir nótt eða í að minnsta kosti 6 klukkutíma.

2. Setjið hveitið og kryddið í svona “ziplock” poka og hristið til að blanda saman.
Setjið svo nokkra kjúklingabita í einu úr marineringunni og hristið í hveitipokanum.
Hveitið festist vel við kjúklinginn því hann er búinn að liggja í bleyti.

3. Helltu olíunni í stóran pott og kveiktu undir á háan hita. Til að sjá hvort hún sé tilbúin er gott að stinga viðarsleif og sjá hvort að loftbólur myndast í kringum hana.

4. Steikið kjúklinginn þangað til hann er orðinn gullbrúnn.
Mæli með að vera með kjöthitamæli og prufa að stinga í þá svona inná milli og athuga hvort mælirinn fari uppí 75°. Leggið þá niður á stóran disk með eldhúsrúllu eða pappír undir svo fitan leki af og hann verður sem mest stökkur.

Meðlætið voru franskar, hrásalat og Stella Artois BBQ sósa. 

Hrásalatið var létt og ferskt

Helmingur rauðkál
helmingur gulrætur
grískt jógúrt
kreist sítróna
salt&pipar

 

Stella Artois BBQ sósa

Í pott setti ég venjulega BBQ sósu.
Saxaði chilli úti.
1 msk púðursykur.
1 tsk dijon sinnep
og ½ bolli Stella Artois bjór

Hitað á miðlungshita saman.
Passar mjög vel með kjúklingum.

Arnór henti svo í eina Oreo-hvítsúkkulaði mús.
Uppskriftina má finna hér.

Gangi ykkur vel og gleðilegan bóndadag!

Marta Rún