ETSY ÁRSHÁTÍÐARGLAMÚR VOL I

18 Jan 2017

Ég hef nokkrum sinnum fjallað um dálæti mitt af netversluninni www.etsy.com. Þið sem fylgið mér á snapchat (kolavig) vitið nákvæmlega hvað ég er að tala um en ég er mjög mikill aðdáandi pallíettukjóla. Ég get gleymt mér tímunum saman að fletta í gegnum ótal síður af vintage kjólum. 


Ég var farin að fá mikið af spurningum hvað ég væri að skrifa í leitargluggan svo ég ákvað að taka saman fullt af fallegum flíkum og skella í færslu þar sem árshátíðarseason er á næsta leyti. 

Ég ætla þó að hafa VOL I og VOL II því þetta eru hreinlega of margar flíkur í eina færslu. Ég ætla að byrja á kjólunum og koma svo með pallíettutoppa í þeirri næstu. 
 


Ég valdi kjólana ekki eftir sérstakri stærð né verði heldur ákvað ég að leyfa kjólunum sem mér finnst fallegir að vera með í þessari færslu. 
Verðbilið er alveg frá $50-$500. Til að fá frekari upplýsingar um hvern og einn kjóll smellið þið á myndina. 


 

 

Vonandi höfðuð þið jafn gaman af og ég. Þetta er stórhættulegt sport að vafra svona um netið og skoða fallega kjóla.
Mig langar hreinlega í ALLA. 

Þangað til næst,