VEGGIE WRAP

18 Jan 2017

Ég er búin að vera dugleg að elda grænmetisrétti í janúar. Ég tók ekki vegan janúar en ég setti mér markmið að elda sem oftast grænmetisrétti.
Ég er búin að eyða miklum tíma á pinterest að finna uppskriftir og ég er búin að gera nokkrar. Ég vil neflilega ekki gera grænmetisrétti þar sem ég "sakna" kjötsins eða hugsa, æji þetta hefði verið miklu betra með kjúkling eða kjöti.

Þessi uppskrift var mjög góð og ég varð mjög södd og sátt eftir máltíðina.Heilhveitivefjur
kjúklingabaunir
1/2 blómkálshaus
rauðlaukur
Kál (ég notaði ruccola)
Avocado
1 tsk cayenne pipar
1 tsk paprika
1 tsk cumin
1 tsk salt
pipar
Grískt jógúrt
lime.
Rauðvínsedik
Olífuolía

kveiktu á ofninum og stilltuá 180°
Skerðu rauðlaukinn í þunnar ræmur og settu í skál, helltu svona eins og 2 matskeiðum af rauðvínsediki yfir og hærðu í.
Byrjaðu á því að skola og raða síðan kjúklingabauninum á ofnplötu og skera síðan blómkálið í litla bita og raða á plötuna líka.
Helltu olífuolíu yfir og stráðu síðan cayenneypiparnum, paprikunni, cumin, salti og pipar og blandaðu öllu saman.
Settu inní ofn í 20-25 mín. Hræðu einu sinni í á meðan þetta er í ofninum.
setu 3-4 matskeiðar af grískujógúrti í skál eða eins mikið og þú vilt í dressinu.
kreistu lime yfir og kryddaðu með smá papriku, salt og pipar.

Svo þegar þetta er að vera tilbúið raðaðu þá kálinu,avocado og síðan kjúklinabauninum og blómkálinu.
Settu dressinguna yfir og síðan rauðlaukinn sem er búin að liggja í edikinu.

Svo gott og svo hollt.
Saknaði þess ekkert að hafa kjöt.
Ég ætla að halda áfram með meatless monday og taka þá upp á snapchat.
(ég er ekki nógu dugleg á snapinu en ætla að vera dugleri)

#meatlessmonday