Nóel í náttfötum frá Name It

19 Jan 2017

Og hvað eru mörg N í því?
Nóel fékk þessi fallegu náttföt að gjöf frá Name It. Ég valdi þetta flugvélamynstur á hann, mér fannst það eitthvað svo ofur krúttlegt en samt töffaralegt á sama tíma. 

Það þægilegasta við þau er það að það eru engar tölur, engar smellur og ekkert vesen - það auðveldar fataskiptin hjá þessum fjöruga peyja. Ég tók þau í stærra lagi því þau eru svo fljót að vaxa upp úr stærðunum. Annars erum við mæðgin hæst ánægð með þau - það mikið að við svindluðum í dag og erum enn í þeim. Það er allt slíkt leyfilegt á þessu heimili þegar veðrið er svona eins og það er búið að vera í dag. Svo að í dag, er náttfatadagur & kósýheit hjá okkur Nóel. 


Þetta er hann Nóel, hann er litli 15 mánaða strákurinn minn og já, hann er með sítt hár og já, hann er með snúð(man bun). Automatískt halda allir að hann sé stelpa hvert sem við förum, bara út af hárinu. Þetta fer alls ekki fyrir brjóstið á mér, ég lendi í því oft á dag að ég sé spurð "hvað er hún gömul?". Mér þykir þetta hár náttúrulega súper krúttlegt og mér finnst það gera hann að honum. Frá því að hann fæddist hefur hann alltaf verið hárprúður og mér þykir bara ótrúlega erfitt að hugsa til þess að taka mikið af því. Ég viðurkenni, barnið þarf að láta snyrta á sér hárið, en ég tými ekki fleiri fleiri sentimetrum, allavega ekki alveg strax. Hann má fá töffaraklippingu þegar hann kemst á leikskóla.. við skulum segja það.
 

Ein svona frábær í lokin.

 

Takk fyrir okkur NAME IT xx