Snyrtivöruspjall og insta innlit: Sigrún Hrefna

20 Jan 2017

Í snyrtivöruspjallinu í þetta skiptið ákvað ég að leita til frænku minnar hennar Sigrúnar Hrefnu. Hún er ótrúlega góð, metnaðarfull og gullfalleg stelpa bæði að innan sem utan. Hún var módelið mitt í lokaprófinu mínu í Mood Makeup School og unnum við verðlaunin fyrir bestu myndina. Síðan þá hefur hún verið að módelast mikið og ef ég ætti að velja mér einn andlits "striga" hérna á Íslandi til að mála alltaf þá væri það líklegast hún, en ástæðuna sjáið þið hér að neðan ;) Hún heldur úti mjög skemmtilegu instagrami að mínu mati svo ég fékk hana til að deila með okkur nokkrum myndum þaðan líka. 

Hver er Sigrún Hrefna?

Ég heiti Sigrún Hrefna Sveinsdóttir. Ég er tuttugu ára og er fædd og upp alin í Árbænum Reykjavík. Ég útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands í vor og hef síðan þá unnið sem vaktstjóri á Gló í Fákafeni og svo er ég fyrirsæta hjá Eskimo Models. Ég er mjög áhugasöm um heilbrigðan lífstíl, tísku, ljósmyndun, list og svo elska ég að ferðast og uppgötva nýja hluti. 

Hvernig er þín dags daglega rútína þegar kemur að förðun?

Mér finnst mjög þægilegt að hafa einfalda rútínu sem ég er vön og get miðað við frá degi til dags. Það kemur sér sérlega vel þegar ég t.d. sef aðeins lengur en ég ætla mér eða er í einhverskonar tímaþröng. Ég byrja alltaf á því að nota Strobe Cream frá Mac til þess að fá fallegan ljóma í húðina og set síðan Porefessional primerinn frá Benefit á ennið og þar í kring til þess að fallegra undirlag. Ég nota hyljarapalletuna N°3 frá Makeup Forever undir augun og til þess að hylja roða og óvelkomna bauga. Oftast nota ég svo Face and Body foundation frá Mac á húðina til þess að fá létta og jafna áferð. Svo púðra ég yfir T-svæðið og undir augun, jafnvel contoura undir kinnbeinin með ljósbrúna litnum í Morphie Contour Kit palettunni og spreyja svo yfir með Mac fix+ til þess að hressa mig við. Í augabrúnirnar nota ég hinn frábæra Anastasia Dip Brow og svo greiði ég oftast í gegn með eyebrow gelinu Set Fix úr Makeupstore. Svo hendi ég á mig Theyre real maskaranum frá Benefit og er klár í daginn. Þegar ég er í stuði bæði ég jafnvel við einhverjum nice kinnalit sem passar við árstíðina, highlighter eða varalit.

Ef að þú ættir að velja eitthvað eitt til að gera þegar þú ert á hraðferð, hvað gerirðu fyrir þig?

Þegar ég hef lítinn tíma finnst mér eiginlega must að henda á mig Strobe Cream frá Mac og hyljara undir augun. Svo var ég að uppgötva snilldar BB-krem frá Pacifica sem ég fékk hjá Gló. Það dreifist mjög auðveldlega yfir húðina og gefur frískandi lit.

Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem þú gætir ekki verið án?

Já heldur betur, eins og flestir er ég gjörsamlega búin að vera háð Anastasia Dip Brow augabrúna litnum síðan ég prófaði hann fyrst. Ég var alltaf í vandræðum með að finna lit sem gat bæði mótað og passað við ljósu augabrúnirnar mínar svo ég var mjög fegin þegar ég loksins fann lit sem uppfyllti þessa kröfur. Liturinn sem ég á kallast Blonde og ég mæli klárlega með honum fyrir stelpur með ljósari augabrúnir eins og ég.

Hvernig snyrtivörur eru það sem þú fellur alltaf fyrir?

Ég er ein af þeim sem er með pigment æði og eru kopar lituðu pigmentin frá Mac í miklu uppáhaldi þar. Það er svo skemmtilegt að hafa augnskugga með áberandi áferð þegar farið er eitthvað fínt. 

Finnst þér gaman að prófa nýja hluti eða heldurðu þig við það sem þú veist að hentar þér?

Ég er yfirleitt frekar vanaföst þegar kemur að förðunarvörum. Flestar vörurnar sem ég er að nota núna hafa verið partur af rútínunni í einhvern tíma og verða líklegast keyptar aftur. Samt er gaman að fylgjast með umræðum og prófa eitthvað nýtt sem er vinsælt hverju sinni. Mér finnst sérstaklega áhugavert að fylgjast með makeup artistum þegar ég fer í myndatökur og er alltaf mjög dugleg að spyrja þá um vörurnar sem þeir nota.

Hver er nýjasta snyrtivaran sem þú hefur keypt þér ?

Ég keypti mér síðast Sleek Highlighting palettuna sem ég heyrt marga góða hluti um. Ég er ekki búin að nota hana mikið og er ennþá að læra á hana en so far, so good.

Hverjar eru þínar "must have" vörur fyrir veturinn þegar kemur að snyrti og húð vörum?

Mér finnst maskarnir frá Origins algjör snilld og þeir virka betur en flest allir maskar sem ég hef prófað. Eftir að ég hef hreinsað húðina vel finnst mér best að nota svarta Clear Improvement á T-svæðið til þess að djúphreinsa og síðan sef ég með græna Drink-Up Intesive. Húðin verður alveg endurnærð daginn eftir og maður verður virkilega frísklegur. Svo er nýja uppáhaldið mitt Face Tan Water frá Eco Tan sem er búið að vera aðeins í umræðunni uppá síðkastið. Það er fullkomið fyrir þá sem nota sjaldan brúnkukrem en vilja samt fá smá lit í húðina til þess að fríska upp á sig. 

Hvaða snyrtivara er efst á óskalistanum hjá þér núna?

Mig langar mjög í nýju augnskuggapalettuna "Sweet Peach" frá Two Faced fyrir sumarið. Það eru aðallega bleikir og hlý-tóna litir sem mér finnst mjög fallegir, sérstaklega með smá sólbrúnku. Ég hefði líka ekkert á móti því að eignast nýju Kyshadow palettuna frá Kylie Jenner.

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem þú verður alltaf að eiga?

Það eru nokkrar vörur sem láta mig alltaf fá íllt í hjartað þegar ég sé fyrst í botnin á þeim. 1. Hoola sólarpúðrið frá Benefit, gefur fallega og matta áferð. 2. Ég hætti eiginlega alveg að kaupa mér nýja varaliti eftir að ég fann matta Bare With Me varalitinn frá Dose of Colors. Hann er fullkominn nude og er flottur með öllum lookum. Ég tými nánast aldrei að nota einhvern annan. 3. Esteé Lauder double wear light farðinn er sá besti sem ég hef prófað hingað til. Áferðin gerir húðina algjörlega flawless. 4. Pearl highlighterinn frá Mac keypti ég í mikilli forvitni eftir að hann hafði verið notaður í nær öllum myndatökum og sýningum sem ég tók þátt í. Hann gefur mjög náttúrulegan blæ á húðina og er fullkominn til þess að nota frá degi til dags. Ég sá alls ekki eftir þeim kaupum. 5. Svo er það fyrrnefndur Anastasia Dip drow sem ég er svo hrifin af. 

Hverju bætirðu við förðunina hjá þér þegar þú ert að fara eitthvað fínna?

Double wear Esteé Lauder finnst mér vera fullkominn farði þegar ég fer eitthvað út þar sem hann helst fallegur allt kvöldið. Hoola sólarpúðrið er alltaf klassískt og svo hefur highlighterinn frá Becca í litnum Opal verið alveg sérstaklega vinsæll hjá mér uppá síðkastið en hann er einmitt með þessa dramatísku áferð sem er svo í tísku núna. Svo hef ég mjög gaman að því að leika mér með allskonar augnskugga en ég vinn mest með brúnu og orange litina úr 35O Morphie palettunni minni. Þegar ég vil dramatískari áferð þá bæti ég Mac pigmenti yfir augnlokið.

Hvaða hreinsi og húðvörur ertu með í notkun núna?

Í kringum 2014 var ég með virkilega slæma húð. Ég var með mikið af bólum og roða í húðinni en skildi aldrei neitt í því fyrr en ég tók hreinsi rútínuna mína í gegn. Eftir það hafa miklar breytingar átt sér stað á húðinni minni og í dag er ég laus við allar bólur. Núna nota ég andlitsmjólk og tóner frá Lancome á hverju kvöldi til þess að fjarlægja farðann. Síðan sem ég á mig Ultra Repair rakakrem frá First Aid sem er snilld fyrir fólk með þurra húð, sérstaklega í vetrar kuldanum. Ég reyni svo að setja á mig djúphreinsi maska einu sinni í viku til þess að losa húðina við öll óhreinindi og svo nota ég Origins maskana þegar ég er í stuði. 

Takk elsku Sigrún mín fyrir að deila með okkur þínum snyrti og húðvörum <3 

Myndirnar hér að neðan eru að finna á instagraminu hennar @sigrunhrefna