NÝJUNGAR Í FOTIA - COLOURED RAINE

21 Jan 2017

Ég fékk nýverið æðislega gjöf frá versluninni FOTIA. Í þeirri gjöf leyndist augnskuggapalletta sem er búin að vera á óskalistanum hjá mér og tveir mattir varaglossar frá snyrtivörumerkinu Coloured Raine

Pallettan ber nafnið Queen of hearts og ekki nóg með það að litirnir í pallettunni séu óaðfinnanlegir þá finnst mér umbúðirnar og hönnunin á þeim framúrskarandi falleg. 
 

Ég valdi litina Whatever & Bachelorette.

Augnskuggarnir eru afar litsterkir, auðveldir að vinna með og mjúkir viðkomu. Frábærir mattir blöndunarlitir í bland við sturlaða glimmer augnskugga. 

______________________________________________________________
 

 

Ég ákvað að gera burgundy look og notaði einungis Queen of hearts pallettuna á augun
Litirnir sem ég notaði: HEIR, ROYAL PREROGATIVE, DUCHESS & NOBLEWOMAN.
Ég notaði BACHELORETTE á varirnar. 


Ég hlakka til að prófa mig áfram með þessa fallegu pallettu, endalaust hægt að leika sér með hana. Hún er limited edition og fæst hér.
Ég mæli hiklaust með merkinu Coloured Raine sem er nýjung hér á landi. Merkið er að auki Cruelty free og þið getið kynnt ykkur úrvalið hér

Takk fyrir mig FOTIA,