LUNCH & OUTFIT

23 Jan 2017

Sunnudagar eru hinir nýju laugardagar hér í Englandi..

Við nýtum oft sunnudaga til að kíkja út að borða og þar sem ég hef séð að sífellt fleiri Íslendingar eru að skella sér hingað til Bristol datt mér í hug að deila með ykkur þeim veitingastöðum sem mér líst vel á hverju sinni, það gæti gefið þeim hugmyndir sem leið eiga hjá. 

Lido heitir staðurinn sem varð fyrir valinu þessa helgi, okkur leist ótrúlega vel á hann, maturinn var æði sem og þjónustan.
Það sem gerir hann skemmtilegan er að það er útisundlaug í garðinum og einnig er hægt að fara í spa og nudd. 
Þegar líða fer á sumarið mun ég klárlega skella mér aftur og þá í sundlaugina og hádegismat á bakkanum. 
 

fékk þessa í láni frá síðunni hjá þeim 

Ég klæddist nýrri skyrtu, það sem ég elska við hana eru þessi details á ermunum. 

Er ástfangin af þessum skóm, það er bara allt við þá 

Skyrta - Zara
Buxur - Topshop
                             Skór - Gardenia - skórnir fást í GS skóm 

ég er strax búin að plana næsta stað, sjálf hef ég aldrei komið á hann en er mjög spennt að deila honum með ykkur! 

þangað til næst..