Snyrtivöru óskalistinn minn!

25 Jan 2017

Síðasta sumar var ég mikið í Sephora og fór í Ulta þegar það var einhverstaðar í nágrenninu við mig og gat þar af leiðandi nálgast allt það snyrtidót sem mér langaði í hverju sinni. 

Mér finnst ég vera komin með smá fráhvarfseinkenni frá þessum búðum núna og er búin að heimsækja heimasíðurnar þeirra mun oftar en ég geri vanalega uppá síðkastið. Eins og alltaf þá langar mér í fullt af dóti (þó svo mig vanti nákvæmlega ekki neitt),  en það má alltaf láta sig dreyma.

Ég ætla að deila með ykkur þeim vörum sem eru efst á óskalistanum mínum núna en þetta eru allt vörur sem fást ekki hérna heima heldur í Sephora og Ulta, annars væri ég líklegast búin að kaupa mér eitthvað af þeim.  

Tarteist PRO glow to go highlight & contour paletta

Finnst þessi paletta eitthvað svo girnileg. Elska svo margt frá Tarte eins og t.d. augnskuggana og hyljarann þeirra svo ég er meira en tilbúin til þess að gefa þessu séns. Held það kæmi sér líka vel að eiga contour palettu í minni kanntinum til þess að vera með í dags daglegu snyrtibuddunni minni. 

Bare Minerals Blemish Remedy Acne Clearing Treatment Serum 

Það er eitthvað sem mér finnst spennandi við þessa vöru. Þetta er semsagt serum sem á að vinna gegn bólum en einnig næra húðina og slétta yfirborð hennar á sama tíma. Það er oft sem vörur sem segjast hjálpa til við að losa mann við bólur þurrka upp húðina og búa til þurr svæði sem þarf svo að tækla líka sem ákveðið vandamál þegar bólan eða bólurnar eru farnar. Verður forvitnilegt að sjá þegar ég prófa þetta hvort þetta virki, sem mun þá henta mjög vel þegar ég er á hraðferð og hef ekki tíma eða nenni ekki langri húðrútínu. 

Nip+fab Viper Venom Fix Blurring Shot 

Þunnt gel sem á að blurra húðina, minnka húðholur og fylla upp í línur. Tveir dropar eiga að nægja yfir allt andlitið til þess að búa til fullkominn grunn undir farða sem er jú eitthvað sem heillar mig mikið enda fátt fallegra en sléttur og fínn grunnur í förðun að mínu mati. 

Honest Beauty Everything organic facial oil 

Hef hingað til hvorki verið að nota andlitsolíur né prófað neitt frá Honest Beauty svo þessi vara greip mig. Allar Honest Beauty vörurnar eru náttúrulegar og hafa margar hverjar fengið góða dóma svo ég hugsa að þetta verði mín fyrsta vara frá þeim til að prófa. 

Ouai Dry Shampoo Foam

Er mikill aðdáandi þurrsjammpóa svo þessi froða þetta er klárlega eitthvað sem ég á eftir að kaupa mér. Desi Perkins sem ég fylgist með á snapchat og á fleiri stöðum notaði þetta um daginn og fékk við það fullt af lyftingu í hárið sem mér sárlega vantar. Ef þetta bæði dregur úr olíu og gefur mér lyftingu í leiðinni þá er þetta win win vara í mínum bókum. 

Marc Jacobs Daisy Kiss

Las mér til um þennan nýja ilm frá Marc Jacobs og hann hljómar ótrúlega ferskur og girnilegur.

Revolution Luxury Powder Banana

Þessi vara líkist óneitanlega Banana púðrinu fræga frá Ben Nye í útliti en hvort það er jafn gott eða betra á eftir að koma í ljós. Revolution vörurnar fást hérna á Íslandi í Fotia svo ég bíð bara spennt eftir því að þetta lendi á klakanum til þess að prófa.