ETSY ÁRSHÁTÍÐARGLAMÚR VOL II

26 Jan 2017

Ég er ekkert smá ánægð með þær undirtektir sem fyrri færslan fékk. Það er greinilegt að áhuginn fyrir vintage flíkum er meiri en ég hélt. 
Ég hef verið forfalinn aðdáandi af second hand flíkum í mörg ár og elska að gramsa í slíkum búðum og finna mér einstakar flíkur með sál og sögu. 
Ég ímynda mér alltaf manneskjuna á bakvið gripinn og söguna sem býr að baki. 

______________________________________________________________

Þessi færsla er með sama hætti og síðast. Pallíettuflíkur af allskyns stærðum og gerðum, ódýrar og dýrar. Þið klikkið einfaldlega á myndirnar hér að neðan til þess að sjá frekari upplýsingar. 
Ég tók saman ýmist kjóla, toppa og jakka. ______________________________________________________________

Þið hafið nokkrar spurt hvort ég hafi pantað mér e-h flík. Ég var harðákveðin að ég myndi ekki panta neitt í þetta skiptið enda get ég ekki sagt að mig vanti fleiri pallíettuflíkur en ég ætla að játa mig sigraða og deila með ykkur þeim gersemum sem eru á leiðinni til mín. 

Það er smá síðan ég fann þessa æðibita og ákvað ég að halda þeim fyrir mig í síðustu færslu. Ég ákvað að bíða og sjá hvort ég myndi hætta pæla í þeim en svo var ekki. Flíkurnar voru líka á mjög góðu verði svo þetta var allt saman meant to be.
Nú ranghvolfir mamma eflaust augunum....úps!

______________________________________________________________
 

Ég mæli með því að skoða mælingarnar vel og miða við mælingar af ykkur. Kaninn notar iðulega tommur (inches) en það er afar einfalt að googla inches to cm og þá birtist tafla sem breytir yfir í cm. 
 

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá getið þið einfalflega skilið eftir comment hér að neðan og ég svara ykkur. 
Ætla að lokum að minna á snapchattið mitt - KOLAVIG