Förðun - Smokey Wet Look

26 Jan 2017

Það er orðið ótrúlega langt síðan ég hef gert eitthvað lúkk á sjálfri mér og sett hérna inn, en í mjög langan tíma hefur mig langað að gera wet look fyrir bloggið en kom mér einhvernveginn aldrei í það. 

Ég fékk um daginn nýjung frá YSL sem er ástæðan fyrir því að ég lét loksins verða að því að prófa að gera svona förðun, en varan heitir Eye gloss smudger. Í lúkkið notaði ég síðan nýju Ultimate Basics palettuna mína frá Urban Decay en hún er loksins komin til landsins. 

Ég notaði einungis þrjá augnskugga úr palettunni til þess að búa til dökk brúnt smokey lúkk áður en ég bætti eye glossinu ofan á. Ég setti eye gloss smudgerinn siðan lika a varirnar til þess að fá fallegan gljáa. Allar vörurnar sem ég notaði eru taldar upp neðst í færslunni. 

Andlit:

Naked skin farði frá Urban Decay nr. 4.0, Tarte Shape tape hyljari í litnum medium, Milk matte bronzer, Soft and gentle highlighter frá Mac. Síðan spreyjaði ég vatni yfir andlitið á mér með evian spreyi til þess að losna við alla púður áferð. 

Augu:

Ultimate Basics palettan frá Urban Decay, litirnir Lethal, Faith og Extra bitter. Ysl eye gloss smudger yfir augnskugana. Maskarinn er Hypnose drama frá Lancomé. 

Varir:

Ég notaði líka eye gloss smudgerinn frá YSL á varirnar til þess að fá fallegan glans á þær.

 

Þangað til næst <3