Augabrúnir

27 Jan 2017

Ég held að við séum flest sammála um það að augabrúnir skipta miklu máli, þær gefa manni svip og gera helling fyrir heildar lúkkið á andlitinu. 

Ég er nýlega búin að eignast tvær vörur í safnið sem ég nota á augabrúnirnar. Ég er ekki með þykkustu augabrúnirnar sjálf en þessar tvær vörur hjálpa mér að ýkja þær svolítið. Sem mér finnst afar fallegt. Langaði að deila með ykkur þessum tvem vörum og útkomunni á því þegar þær eru komnar á. Í fyrsta lagi er það vara frá L'oreal sem kallast Brow Stylist Definer. Það er algjör snilld að nota svona mjóann penna til þess að teikna á sig augabrúnir en það sem ég geri vanalega er að móta fyrst útlínur augabrúnarinnar fyrir ofan og neðan. Síðan nota ég pennan til þess að teikna litlar línur sem líkjast hárum svo þær fái sem eðlilegast útlit. Svo er greiðan á endanum frábær til þess að blanda öllum skörpum línum. Ég mæli hiklaust með þessum en ég er því miður ekki viss hvort hann fáist hér á landi. Minn fékk ég í San Francisco. 


Næst er það þessi vara sem er algjört must have fyrir mig. Ég hef átt mörg augabrúnagel en þau hafa gert afskaplega lítið fyrir mig en þetta er eitthvað allt annað. Þetta inniheldur fiber þræði sem hjálpa við að þykkja hárin og ýkja þau en ekki bara það heldur varan heldur augabrúnunum á sínum stað allan daginn og gefur hárunum fallegan lit. Ég get ekki mælt nóg með þessari snilld. En ég er því miður ekki heldur viss með það hvort að þessi vara fáist á Íslandi. 

Hérna er svo fyrir og eftir en mitt markmið er að halda augabrúnunum eins náttúrulegum og ég get þrátt fyrir að nota frekar mikla vöru í þær.