SNAPCHAT HITTINGUR OG OUTFIT

27 Jan 2017

Á miðvikudaginn ákváðum við nokkrar skvísur að hittast og gera vel við okkur í mat og drykk. Við eigum það flest allar sameiginlegt að vera bloggarar og það sem er stundum kallað snapparar. Ekki fallegasta orðið en ég meina, eitthvað verður maður að kalla þetta! Æðislega skemmtilegt kvöld með frábærum stelpum. 


Miðvikudagar eru víst hinir nýju laugardagar ef marka má eigendur veitinga- og skemmtistaðaðarins Burro / Pablo Discobar. 
En við skulum byrja á byrjuninni.  Kvöldið hófst á fordrykk á Slippbarnum. Við röltum síðan yfir á Matarkjallarann þar sem við fengum dýrindis mat. Ég pantaði mér andalæri en nánast allar stelpurnar pöntuðu sér steikarplanka. Maturinn fékk góðar undirtektir og löbbuðum við allar saddar og sælar út!
Næst var ferðinni haldið á fyrrnefndan stað Pablo Discobar. Ég hef áður farið á staðinn og var svo yfir mig hrifin af andrúmsloftinu og stemningunni að ég krafðist þess að við færum þangað í kokteila.
En aftur að því sem ég nefndi hér að ofan, miðvikudagstjútt! Ég komst að að því að staðurinn er framvegis að fara hefja nýjan og skemmtilegan viðburð á miðvikudagskvöldum sem ég mun segja ykkur betur frá síðar. 

_______________________________________________________________________

Hér að lokum er outfit kvöldsins. 

Ég er ástfangin af hönnun Pablo Discobar og stillti mér upp við þetta dásamlega veggfóður. 
 

Samfella - Missguided
Buxur - Secondhand úr Nostalgíu
Skór - Bianco