Atli Dagur býr hér

29 Jan 2017

Við vorum að færa frumburðinn um herbergi og fara í gegnum allt dótið hans. Herbergið hans var svona áður. 


Liturinn á veggnum heitir Reykgrænn og er frá Flugger. 


Þessi karfa átti upphaflega vera fyrir dót, en undanfarið hefur hún verið notuð sem þyrlupallur.


Það búa nokkrar ofurhetjur á mínu heimili. Mottan er frá Sebra og er til í Epal.


Allir kubbarnir eru geymdir í þessum lego dótakössum. Hann á tvo svona stóla og voru þeir keyptir í gegnum þessa síðu. Stafrófsmyndin er frá Tulipop.


Í þetta skipti sannaðist hvað góðar hirslur skipta miklu máli. En hann var áður með billy bókahillu úr Ikea, hún var hreinlega of grunn til að dótið passaði almennilega í og svo var hann með Trofast skúffur eins og hérna, einnig úr Ikea. En sem dæmi fór smádót úr öllum  þeim skúffum í eina skúffu inní Stuva skápnum.

Næst er það smá herbergisdúllerí fyrir þann 8 vikna.