HEIMSÓKN Í VERO MODA

02 Feb 2017

Ég kíkti í heimsókn í Vero Moda í dag og ætla að deila með ykkur nokkrum flíkum sem fönguðu auga mitt. 
Útsölurnar eru að enda og fullt af nýjum og fallegum vörum að steyma í búðir um þessar mundir. 

 

Þetta dress er í miklu uppáhaldi! Buxurnar eru frá merkinu Noisy May og skyrtan frá Y.A.S. 
Buxurnar eru hinar fullkomnu háu oldschool gallabuxur. 

Þessi fölbleika skyrta heillaði mig upp úr skónum. Detailarnir á henni eru æði, kraginn, ermarnar og á bakinu, því miður náði ég engri mynd að aftan. Þessi æðislegi blúndukjóll er loksins orðinn minn. Hann er búinn að slá í gegn og selst nær oftast upp samdægurs í hvert skipti sem hann kemur aftur. 
Rauði jakkinn passar vel við og brýtur upp svarta lookið. 

___________________________________________________________