Uppáhalds í janúar + Tax free hugmyndir

04 Feb 2017

Jæja þá er fyrsti mánuður ársins búinn og ég verð að segja að 2017 fer bara nokkuð vel af stað. 

Ég fór til Orlando í desember í smá frí og keypti mér einhverjar vörur og fékk svo líka eitthvað í jólagjöf sem ég hef verið að leika mér með í Janúar. Húðvörurnar á uppáhalds listanum hef ég reyndar verið að nota lengur en ég segi yfirleitt ekki frá einhverjum húðvörum nema vera búin að nota þær í lengri tíma og geti staðið 100% á bak við að þær virki fyrir mig. Ég ákvað síðan að setja mynd af tax free hugmyndum í lok færslunar en þetta eru bæði vörur sem ég á og mæli mjög mikið með eða vörur sem ég var að kaupa mér núna á tax free og á eftir að prófa. 

Guerlain Lingerie Farði

Keypti mér þennan farða síðast þegar það voru Tax free dagar í Hagkaup og hef verið að elska hann. Mér finnst hann gera áferðina á húðinni ótrúlega fallega en er á sama tíma mjög náttúrulegur. Ég hef notað hann þegar ég fer eitthvað fínna núna undanfarið en ég nota hann samt líka svona í dags daglegri notkun þegar mér langar að vera extra sæt, því það kemur jú fyrir stundum :) Hann er með spf. 20 en ég hef ekki fengið neitt flash back á myndum þrátt fyrir það svona til þess að koma því að fyrir þær sem hafa áhyggjur af slíku. 

Colored Rain Queen of hearts augnskugga paletta 

Þetta er svo ótrúlega falleg paletta sem er hægt að gera svo mikið með. Endalaust af möguleikum því öllu gríni sleppt þá eru allir litirnir í henni fallegir. Ef ég hefði sjálf átt að velja liti í mína eigin palettu þá hefði ég valið nákvæmlega svona liti. Fyrir utan hvað litirnir eru fullkomnir þá eru þeir líka í mjög góðum gæðum svo ég mæli 120% með! Fæst í Fotia.

Clarisonic Mia Fit

Eeeeelska þetta tæki! Hefur gert ótrúlega mikið fyrir húðina mína og maður sér árangur strax eftir fyrstu notkun. Húðin verður um leið með sléttara og fallegra yfirborð og að sjálfsögðu mun hreinni. 

Sonia Kashuk The Geometrics Four piece brush set

Fékk þetta burstasett í jólagjöf og er mjög glöð með þá alla. Þeir eru alveg extra mjúkir og allir í mikilli notkun hjá mér. Þeir eru líka mjög luxurious því þeir eru örlítið þyngri en margir aðrir burstar og gullfallegir í þokkabót. Sonia Kashuk merkið fæst í Target.

Laugar Spa Facial Serum

Fékk fyrir löngu gjafasett frá eldri systur minni með prufum af vörum úr línunni frá Laugar spa sem innihélt meðal annars þetta serum. Ég féll strax fyrir þessu serumi og keypti mér það í fullri stærð þegar prufan var búin. Var mjög impressed af öllum vörunum úr línunni sem kassinn innihélt svo ég á klárlega eftir að prófa eitthvað fleira frá Laugar Spa.

Ren T-Zone control cleansing gel

Hef verið að nota þennan hreinsi núna í nokkra mánuði þar sem húðin mín er mjög sveiflukennd. Einn daginn er hún þurr og svo getur hún verið mjög olíumikil eftir nokkra daga. Mér finnst þessi henta mér mjög vel þegar ég er að glíma við olíu en eins og nafnið gefur til kynna þá vinnur þessi hreinsir mjög vel á olíuvandamálum á t-svæðinu. Ren vörurnar er hægt að fá í Gló fákafeni og Sephora ef þið eruð á leið erlendis.

Urban Decay 24/7 Glide on lip pencil

Eins og fram hefur komið nokkrum sinnum áður hér á blogginu þá er ég vanalega ekki með neitt á vörunum nema varasalva. Ef ég er með eitthvað annað dagsdaglega þá er ég með varablýant og ég er ástfangin af tveimur litum frá Urban Decay þessa stundina en þeir heita Liar og  Uptight. Báðir eru í nude fjölskyldunni svo þeir ramma varirnar fallega inn og síðan set ég varasalva yfir og blanda saman. 

NuMe sléttujárn 

Varð að nefna NuMe sléttujárnið mitt sem ég keypti mér síðasta haust. Ég slétti hárið á mér ekki oft þar sem ég er með rennislétt hár náttúrlega en ég nota sléttujárn til þess að krulla á mér hárið. Fæst því miður ekki hérna heima, en ef þið eruð á leið út og í leit að sléttujárni þá mæli ég klárlega með þessu! 

 

Tax-Free Hugmyndir 

Urban Decay de-slick setting spray

Ómissandi spray í minni rútínu. Kemur í veg fyrir að ég glansi á t-svæðinu auk þess að halda farðanum fallegum allan daginn.

Lancome cushion blush nr. 25 

Ég er nýbúin að fá mér þennan kinnalit en hann er alveg geggjaður. Nota hann bæði yfir farða og svo líka bara einan og sér þegar ég er ómáluð en er á leiðinni út til þess að fá frísklegra útlit. 

Lee Stafford Dry Shampoo Dark

Er nýlega búin að lita rótina mína aftur dökka og vantaði því dökkt dry shampoo á dögunum og keypti mér þetta. Er mjög ánægð með það þar sem sum önnur dry shampoo fyrir dökkt hár eru ekki nógu dökk að mínu mati en þetta uppfyllir allar mínar óskir. 

YSL The Shock maskari

Glænýr maskari frá YSL sem líklega mest exstreme maskari sem ég hef prófað hingað til! Fyrir ykkur sem elskið þykk og djúsý augnhár þá er þetta maskarinn fyrir ykkur.

Loreal Nude BB Púður

Hef keypt þetta nokkrum sinnum í gegnum tíðina og nota ljósari litinn til þess að setja hyljarann undir augunum. 

Þetta eru svo hinar vörurnar sem ég var að kaupa mér og er mjög spennt að prófa. 

Guerlaine Midnight Secret

Nip+Fab Glycolic Fix night pads

Nyx Sculpt & Highlight