New in í ræktina: Nike Air Zoom

06 Feb 2017

Er ekki annars meistaramánuður?

Það er mál að vera vel skóaður þegar það kemur að ræktinni en ég hef lengi verið að leita af hinum fullkomnu skóm. Ég var orðin eitthvað svo leið á þeim týpum sem voru til en svo rakst ég á þessa fullkomnu skó í verslunarleiðangri í Baltimore um daginn. Ég stóðst ekki mátið og þeir komu með mér heim. Fyrir utan það að að vera fáránlega flottir þá eru þeir líka mjög þæginlegir og góðir. Ég get ekki annað en mælt með þeim hér, leyfi myndunum svo að tala sínu máli. 

Svo er það líka bara frekar peppandi að eiga nýja skó til að mæta í ræktina í. Ég sá skóna til sölu hjá Icepharma hér á landi en ég mæli hiklaust með þeim!